Arion gefur Baugsfeðgum Haga

Enginn fjárfestir með réttu ráði kaupir hlutabréf í fyrirtæki sem Baugsfeðgar stjórnar. Þeir Jón Ásgeir og Jóhannes faðir hans fóru með almenningshlutafélagið Baug eins og það væri þeirra einkaeign. Í ofanálag er Jón Ásgeir dæmdur maður.

Baugsfeðgar munu fá Haga fyrir slikk og til þess er leikurinn gerður.

Arion banki grefur sína eigin gröf með þessum gjörningi. 


mbl.is Óvissu um framtíð Haga eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Glæpafeðgar meiga ekki fá Haga, þá fer allt í loft upp.  Þessum glæpamönnum er ekki vært á Íslandi og alveg út í hött að þeir séu að reka fyrirtæki á landinu.

Guðmundur Pétursson, 4.2.2010 kl. 18:23

2 identicon

Strákar... í Guðs bænum farið að draga nefin upp úr göturæsinu.

Svona slagorð eru ykkur til skammar og lýsa best eigin innræti.

Er ekki kominn tími til að fara að byggja upp í stað þess að rífa sífellt allt niður vegna eigin andlegu takmarkana og þröngsýni.

Persónulega lýst mér vel á þessa lausn Arion banka og óska honum til hamingju að hafa rambað á hana í því, sem hefur örugglega verið hreint djöfulleg aðstaða.

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 18:30

3 identicon

Þetta er engin lausn. Þetta er sú útgönguleið Arion banka sem verndar þeirra eignin rassa, leiðin sem hægt er að skýla sér bak við. Sjáið bara, látum markaðinn leysa þetta. Leið ákvörðunarfælni.

Leið þess sem ekki þorir. Leið heigulsins.

Jón S (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 18:55

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er ekki að sjá á þessu "eigna"safni að það hafi verið skuldsett fyrir 1000 milljarða fyrir ári síðan. Enda skuldirnar komnar á bankana sem eru komnir á þjóðina og eignirnar komnar þangað sem þær eiga heima - Til þeirra sem söfnuðu skuldunum en ekki greiðslunum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.2.2010 kl. 19:47

5 identicon

Páll.

,,Hverjir eru"  Arion banki  ?

Eru þetta ekki að stórum hluta lífeyrissjóðir landsmanna ?

Væri ekki allt í lagi að spyrjast fyrir um þetta ?

JR (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 19:59

6 identicon

Skrítlan um skuldakónga landsins verður lengri og ófyndnari með hverjum deginum sem líður. Og það er þjóðin sem líður fyrir heigulshátt Arion banka. Halda þeir virkilega að fólk sjái ekki í gegnum þetta þunna platplott?

Helgi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 20:13

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hver fer að leggja fé í hlutabréf í Högum og láta þessa fjölskyldu ráðskast með það ég bara spyr.?

Ragnar Gunnlaugsson, 4.2.2010 kl. 20:54

8 identicon

Ekki gleyma því að nýja stjórnin er full af Baugsfólki, alveg fáranlegt, þarna í nýju stjórninni er fólk sem hefur þegar keyrt önnur fyrirtæki í þrot.

Jón Ásgeir er auðvitað ekki í stjórninni því hann má það ekki samkvæmt lögum, þar sem hann er dæmdur maður.

Kastljós hefði getað gert þessu máli góð skil og útskýrt fyrir almenningi hvað væri á seyði en því miður eyddu þeir engum tími í að finna almennilegt fólk í þáttinn.

SIG (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 00:03

9 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er djöfulleg spilling.  Þetta lið mun brenna á báli hvort sem það verður hreinsunareldurinn eða einhver annar eldur..

Guðmundur Pétursson, 5.2.2010 kl. 03:48

10 identicon

Við skulum aðeins staldra við og horfa á það hvernig hægt er að komast hjá því að þessir aðilar eignist fyrirtækið. Þetta gefur Guðmundi Franklín og fylgis mönnum hans tækifæri til að eignast ráðandi hlut í fyrirtækinu hafi þeir það fjármagn sem þarf. Eins verðum við að krefjast skýringa á því ef JÁJ og JJ eiga að fá að kaupa hva 15% á einhverju óskilgreindu verði. Einnig hvar fá þeir peningana hvaðan koma þeir er til meira í þeirra skúma skotum og hvernig varð sá auður til, við erum jú að tala um mikið af peningum sem þarf til að kaupa þetta fákeppnis fyrirtæki. Það eru margir þeirrar skoðunar þetta verði ekki þessu fyritæki til framdráttar ef að nú verandi stjórnendur komi áfram að rekstri þess. En það er undir landsmönnum komið. Hvar erum við að versla í dag? Er ekki kominn tími til að við sýnum óánægju okkar í verki og verslum annarsstaðar þó að kosti okkur kannski KRÓNU meira. Eða fá okkur bíltúr í fjörðinn  og versla við fyrirtæki ársins Fjarðarkaup, sem er ein af ör fáum frjálum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Á endanum stjórnum við þessu sjálf. JJ og JÁJ hafa glatað öllum trúverðugleika fyrir löngu síðan. Það er undir okkur komið að sýna þeim það. Gs

gudlaugur (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 09:20

11 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hver er eignadi Arion banka? Er það Jón Ásgeir? Hver keypti kröfur stóru bankanna í Kaupthing? Jón Ásgeir? Svar við þessum spurningum er: Jón Ásgeir.

Guðlaugur Hermannsson, 5.2.2010 kl. 10:15

12 identicon

Stjórn Arion banka hefur svikið íslenska þjóð!

Það skyldi enginn einn hvort sem hann heitir Jóhannes eða eitthvað annað hafa leyfi til að stjórna 60% af smásöluverslun í landinu. 

Það eru allir búnir að gleyma einokunarbatteríunum SÍS, Kolkrabbanum og Baugi.  Og nú er þessu öllu viðhaldið.  Landráð - ekkert annað.

grétar (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband