Jóhanna vill smábreytingar á Icesave

Hagsmunir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru að ekki fáist betri samningar við Breta og Hollendinga. Í hádegisfréttum RÚV segir Jóhanna blákalt að aðeins séu mögulegar smávægilegar breytingar á Icesave-samningnum. 

Íslendingar hafa ekki efni á að láta Jóhönnustjórnina fara með umboð okkar í samskiptum við aðrar þjóðir.

Í hádegisviðtalinu viðurkenndi Jóhanna að það hafi verið Bretar og Hollendingar sem báðu um að hitta stjórnarandstöðuna á Íslandi. Þeir vita sem er að ríkisstjórn Jóhönnu situr en stjórnar ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já mikil er kaldhæðnin örlaganna. Fyrst þegar rḱisstjórn Vg og Baugsflokksins var mynduð þá rövlaði þetta lið um það að ekkert hefði gerst hjá ríkisstjón Geirs Hilmars, ákveðið hefði verið að gera þetta vegna þess að Jóhanna gamla væri svo góður verkstjóri. Síðan þá hefur nákvæmlega ekkert gerst annað en að VG eru búnir að sækja um inngöngu í ESB án þess að vilja fara þangað.

Hreinn Sigurðsson, 29.1.2010 kl. 13:36

2 identicon

Hagsmunir ríkisstjórnar Steingríms ef verið allt frá þegar glæsileiki Svavarssamningsins hvarf eins og dögg fyrir sólu, er að ekki verður gerður betri samningur, hvað sem það kostar.  Þegar sá glæsilegi, kenndur við félaga Svavar, kom í hús fullyrti Steingrímur að hans mikilfengleiki væri það vegna sín og sinna manna.  Svavar svaraði því í viðtali um hvort að fyrri vinna samninganefndar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hafi lagt grunninn að þessum með minnisblaðinu margumtalaða.  Svavar hélt nú ekki.  Þeirra forvinna hefði ekki breytt neinu þar um.  Í dag hangir Steingrímur af sínum þekktum gunguskap að samningshroðinn er öllum öðrum að kenna.  Hann var svínbeygður vegna einhverja loforða Sjálfstæðisflokksins.  Hann er alltaf að moka flórinn eftir aðra.  Ingibjörg Sólrún sá sig tilneydda að reka lygar hans og fyrrum flokksfélaga ofaní þá:

"Þá minnir Ingibjörg Sólrún á að samkvæmt Brussel samkomulaginu 14. nóvember 2008  hafi minnisblað (MoU) við Hollendinga frá 11. október verið úr sögunni, en það hefur oft skotið upp kollinum í opinberri umræðu upp á síðkastið."

http://eyjan.is/blog/2009/12/21/ingibjorg-solrun-brussel-vidmid-kjarni-malsins-i-icesave-deilunni-en-ekki-farid-eftir-theim/

Er hvergi laust starf á kúabúi fyrir Steingrím til að moka flór.  Hugsanlega eitthvað sem hentar honum best.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 15:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, var hann ekki alltaf að tala um, að það þyrfti að moka flórinn eftir hina?

Jón Valur Jensson, 29.1.2010 kl. 15:21

4 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Davos og útskýringar Ólafs Forseta, þar sem staða breta og hollendinga mun örugglega með betri upplýsingum snúist þeim til verri vegar snarlega. Það ýtti við bretum og hollendingum.

Reyna að fá okkur til að kvitta áður en málstaður þeirra versnar meira.

Kolbeinn Pálsson, 29.1.2010 kl. 16:43

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir (Bretar og Hollendingar) geta aðeins haldið áfram að tapa og tapa enn meira, eftir því sem málið dregst lengur og fleiri (mikilvægir) útlendingar átta sig á þeim löglausa yfirgangi sem við höfum verið beitt í samningunum og í viðureign þessara eiginhagsmunaseggja við ráðamenn okkar.

Jón Valur Jensson, 29.1.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband