Sprotar, hugvit og fullveldi

Íslensk tækifyrirtæki nota slakann í efnahagslífinu til að styrkja sig. Íslenska krónan leggur þeim líka lið. Stjörnu-Oddi bætir við sig fólk, Calidris auglýsti um daginn eftir nýjum starfsmönnum og CCP gerir ráð fyrir að bæta mannskap við. Þetta eru aðeins okkur dæmi.

Tæknispá Hjalla gerir ráð fyrir góðu ári fyrir sprota- og tæknifyrirtæki. Sjálfsbjörgin sem birtist í vexti sprotanna er okkur töm og eflaust álært atferli fólks sem lengi hefur búið á harðbýlli eyju.

Lamandi hönd skrifræðis myndi á fáum áratugum grafa undan sjálfsbjörginni. Við myndum venjast áskrift af bónbjörg frá Brussel og frumkvæðaleysi verða framtakinu yfirsterkari. 

Fullveldi er forsendan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þó að örfá fyrirtæki séu að sýna frumkvæði í þessu þjóðfélagi, þá eru meirihlutinn nú þegar frumkvæðislaus. Sjáðu stjórnsýsluna, stéttarfélögin etc

Einar Guðjónsson, 25.1.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband