Fullveldið ekki einkamál Jóhönnu, Össurar og Steingríms J.

Undarleg framkoma þríeykisins sem ber aðalábyrgðina á stjórnleysi landsins ber æ meiri keim af einrænu umsetinna foringja sem engum treysta og engir treysta. Þingmenn stjórnarflokkanna heyra ekkert af stjórnsýsluathöfnum þar sem fullveldi landsins er í veði.

Í véfréttastíl er talað um aðkomu erlendra ríkja að íslenskum málum. Foringjar stjórnarandstöðunnar eru kallaðir í byrgi Jóhönnu trekk í trekk án þess að málefnalegar ástæður liggi fyrir.

Þríeykið Jóhanna, Össur og Steingrímur J. verða að heyra skýrt og ákveðið að fullveldi landsins er ekki einkamál þeirra.


mbl.is Erlent ríki kannar sáttagrundvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér Páll.  Fullveldið, hagur lands og þjóðar til hugs og handar er ekki, má ekki og má alls ekki vera þeirra einkamál, eins og þau í sjálfhverfu sinni halda. 

Það versta er þó að margir eru þeir sem "makka rétt" með þeim og það er það alvarlega.  Þar á ég td. við þá sem velja það markvisst að þegja með þeim og jafnvel þagga niður gagnrýni á þau, ekki síst Össur, sem sumir "virtir" og áhrifamiklir fjölmiðlamenn gera í sérhagsmunagæslu sinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 14:44

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

zzzzzzzzzzzzzzzzzzz Geisp

Finnur Bárðarson, 23.1.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband