Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Halló, hvar er kreppan?
Stjórnmálin eru gíruð inn á Icesave með tilheyrandi heimsendapælingum og samtímis eykst sala á sólarlandaferðum um þriðjung. Atvinnuleysi mælist minna en að meðaltali í Evrópu og bílasalar sjá fram á aukna eftirspurn.
Er hugsanlegt að kreppan sé ekki í raunhagkerfinu heldur fyrst og fremst í hugmyndakerfinu? Og getur verið að Icesave-málið allt, forsetaneitun meðtalin, sé nauðsynlegt viðfangsefni fyrir opinbera umræðu til þess að stjórnvöld og fjölmiðlar fari ekki að fokka í raunhagkerfinu sem tikkar ágætlega?
Er hugsanlegt að raunhagkerfið standi þokkalega, þrátt fyrir fyrirsjáanlegar afskriftir og gjaldþrot? Var þykkt smurt á krepputalið?
Íslendingar sem ætla að sleikja sólina á Kanaríeyjum vita svarið.
Athugasemdir
Og hvað með alla 10 milljón krónu jeppana sem seldust í gær eða fyrradag! Er þetta hvoru tveggja ekki til marks um siðleysið í þjóðfélaginu - alla vega finn ég vel fyrir kreppunni sem öryrki! Er þetta fólk bara ekki það sama og fékk bankainnistæðurnar greiddar upp í topp og fékk peningamarkaðsbréfin greidd, allt úr ríkissjóð? Við hin sitjum svo uppi með 600-800 milljarða skuldahala sem kemur sárast niður á okkur fátæklingunum sem hvorki fá jeppa eða utanlandsferð!
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 13.1.2010 kl. 23:29
Er það ríkisstjórnin að standa sig svona vel eftir allt !
Brattur, 13.1.2010 kl. 23:39
Fiskveiðiráðgjöfin er líka fín í "leikbrúðulandi fáfræðinnar" í skóladæmum og töflureiknum og alls konar "barnaskólaæfingum" hjá þeim sem trúa á veiðisparnaðinn en farið var úr frjálsu veiðunum - um 400 þúsund tonn - og dregið úr veiðum til að auka afraksturinn í 550 þúsund tonn...
nú hjökkum við í 150 þúsund tonn - á niðurleið.... verði ekki breytt um stefnu.
Kreppan í fiskistofnunum er líka hugmyndakerfi vitleysinganna sem sluppu lausir með þessa dellu og ljúga sig áfram frá ári til árs... með minni og minni veiði...
Það hlýtur að gefa augaleið - að minnsta áhættan er að ger það sem reyndist best (raunvísindi) og það er að veiða 400 þúsund tonn af þorski á ári.
Þannig getum við byggt upp okkar eigin gjaldeyris- og gullforða - og geymt í Sviss en ekki London.
Kristinn Pétursson, 13.1.2010 kl. 23:59
Uppbyggingariðnaðurinn tók á sig kreppuna að þessu sinni að mestu leiti.
Fyrir tveimur árum unnu 17.000 manns við uppbyggingu (arkitektar, verkfræðingar, smiðir, iðnaðarmenn, jarðvinnuverktakar o.s.frv...). Í dag eru um 2-3.000 manns enn við störf í þessum geira.
Tveir samstarfsaðilar konu minnar í ræstingum fengu reisupassann í dag því það þarf að spara hjá ríkinu. Að venju er byrjað hjá ræstitæknunum í stað þess að koma launum toppanna í eðlilegt horf.
Brattur hefur rangt fyrir sér, þetta er ekki góð stjórnun, það er bara verið að setja kreppuna á herðar ákveðinna hópa sem síðan fá að borga fyrir Lexusa fjármagnseigenda. Það er beinlínis verið að búa til misskiptingu á Íslandi í boði Samfylkingar og Vinstri Grænna.
Björn I (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 00:02
Nei þetta er bara ímyndun. Bankakerfið hrundi aldrei, heimilin hafa það fínt og það drýpur smjör af hverju strái hér.
Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu Páll.
Ætli fjölskyldurnar sem mistu húsin sín, atvinnu og bíla viti af þessu ?
hilmar jónsson, 14.1.2010 kl. 00:20
Það má bara ekki tala um það en það er margt sem gengur mjög vel þrátt fyrir kreppuna, t.d. gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Svo skulum við ekki gleyma að það fóru margir með fúlgur fjár út úr vitleysunni og liggja á þeim sjóðum - en stundum dettur mér einmitt í hug þessi frjálshyggjukenning sem þú orðar svo ágætlega: "...getur verið að Icesave-málið allt, forsetaneitun meðtalin, sé nauðsynlegt viðfangsefni fyrir opinbera umræðu til þess að stjórnvöld og fjölmiðlar fari ekki að fokka í raunhagkerfinu sem tikkar ágætlega?" En nei, þetta er ekki svoleiðis, það þarf að sinna raunverulegum verkefnum og hætta þessu Icesave-bulli!
Bjarni Harðarson, 14.1.2010 kl. 00:32
Ekki rétt, ágæti Páll.
Millistéttin er að eyða sparnaðinum áður en Steingrímur tekur hann líka eða honum verður stolið eins og öllu öðru í þessu landi.
Karl (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:26
Tja... hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum.
Vinstristjórnin lækkar bætur og sér til þess að verð hækki með auknum álögum á eldsneyti, skatta á neyslu og svo framvegis. Meðan matarverð hefur hækkað á einu ári um minnst 30% og bætur rétt dugðu fyrir mat og kannski 2 bíóferðum duga þær í dag kannski fyrir 3 vikum af hrísgrjónum og núðlum.
Þarna er kreppan.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.