Leiftursókn ESB-sinna, samstarf viđ Bandaríkin í hćttu

ESB-sinnuđ ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst fjötra Ísland í viđjar Evrópusambandsins hrađar en hönd á festir. Tal um ađ 16 ára gömul ESB-umsókn ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. sé enn í gildi og fréttir um varnarsamstarf viđ ESB stađfesta ásetning ríkisstjórnarinnar. Heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins er startskot leiftursóknarinnar.

Ríkisstjórnin gengur fram af fullkomnu ábyrgđaleysi og setur í uppnám 75 ára öryggis- og varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Taktískt er leiftursóknin glaprćđi fyrir hagsmuni Íslands í bráđ og lengd og ýtir undir innanlandsófriđ. ESB-ađild var ekki á dagskrá í nýafstöđnum kosningum. 

Bandaríkin hafa sinn hlut á ţurru sem stórveldi. Evrópusambandiđ stefnir í sína mestu kreppu frá stofnun. Ađ láta sér til hugar koma ađ flytja varnar- og öryggismál Íslands frá Washington til Brussel er óskiljanlegt ţeim sem fylgjast međ alţjóđastjórnmálum.

Ţađ er morgunljóst hvert stefnir og hefur veriđ lengi. Fyrir ţremur árum, ţegar Úkraínustríđiđ var ađeins viku gamalt og Biden enn forseti Bandaríkjanna var hćgt ađ blogga um framhaldiđ:

Stóru ríkin á meginlandi Vestur-Evrópu, Frakkland og Ţýskaland, verđa ađ finna leiđ til ađ lifa međ rússneska stórveldinu. Bandaríkin, og ţar međ Nató, verđa fremur áhorfendur en gerendur í ţeirri ţróun.

Bandaríkin verđa áfram ađilar ađ Nató og styđja Vestur-Evrópu gegn vaxandi veldi Rússa. En Washington mun ekki, líkt og í kalda stríđinu, telja sér lífsnauđsyn ađ hafa ađalvarnarlínu sína í Miđ-Evrópu. Rússland mun ekki, eins og Sovétríkin, ógna bandarískum hagsmunum um víđa veröld. Í fáum orđum: séđ frá Bandaríkjunum verđur Rússland evrópskt vandamál.

Ísland er ekki hluti Vestur-Evrópu í skilningi öryggis- og varnamála. Bandaríkin munu taka Ísland, Grćnland og Bretland fyrir ţađ sem ţessi lönd eru í landfrćđilegum skilningi; eyjar á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu.

Af ţessu leiđir ađ Ísland verđur í fremstu varnarlínu Bandaríkjanna gagnvart mögulegri ógn úr austri. Ţetta eru ekki ný tíđindi. Ţeir sem teljast til raunsćisskólans í akademískri umrćđu um bandarísk varnarmál, t.d. John J. Mearsheimer og Stephen M. Walt, hafa talađ fyrir aftengingu viđ langt-í-burtu hagsmuni. Bók Walt, Víti góđra áforma, er útlegging á nýja fagnađarerindinu í bandarískum varnarmálum.

Tilvitnunin er ţriggja ára gömul og allt hefur gengiđ eftir sem ţar er sagt. Úkraína tapar stríđinu, Bandaríkin ţvo hendur sínar af meginlandi Evrópu og ćtla sér Grćnland. Evrópusambandiđ stendur eitt andspćnis Rússlandi. Ţriggja ára gömlu bloggi lauk međ ţessum orđum:

Íslendingar geta ţakkađ sínum sćla ađ Samfylkingu og Viđreisn tókst ekki ađ ţvćla okkur inn í Evrópusambandiđ. Viđ getum tekiđ á málum af yfirvegun og raunsći. Ef Ísland vćri hjálenda ESB vćru hagsmunar okkar í gíslingu á meginlandi Evrópu.

Hér verđur tilfallandi ađ biđjast afsökunar. Bloggiđ varđ ađ áhrínisorđum. Viđreisn og Samfylking ćtla sér međ leiftursókn ađ flytja fullveldi okkar og ţjóđarhagsmuni til Brussel, gefa Evrópusambandinu Ísland til ađ spila međ í fyrirsjáanlegum hráskinnaleik stórvelda. Mikil er skömm skjaldmeyja lýđveldisins.

 


mbl.is Umsókn Íslands enn í gildi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 18. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband