Ísland og Nató, Trump og Jens

Í nótt sigrađi Trump í forvali repúblíkana í Suđur-Karólínu međ yfirburđum. Trump á Repúblíkanaflokkinn, segir Die Welt. Í viđtengdri frétt segir Jens Stoltenberg, framkvćmdastjóri Úkraínu nćr Nató en nokkru sinni. Jens á viđ Evrópu-deild Nató, sem er nýtt hugtak um nýjan veruleika. 

Nató er međ böggum hildar eftir ummćli Trump ađ Bandaríkin ćttu ekki ađ verja ţau Nató-ríki sem koma sér undan skuldbindingum í varnarmálum. Trump er líklegur nćsti Bandaríkjaforseti. Ţjóđverjar, nákvćmnismenn sem ţeir eru, hafa sett á kort ţau ríki ekki njóta Nató-verndar, samkvćmt trúlkun Trump.

Bretland er ekki međ neina áćtlun ef Trump dregur Bandaríkin úr Nató, segir í Telegraph. Valdamenn í Evrópu vita ekki í hvorn fótinn ţeir eiga ađ stíga. Gamla varnarkerfiđ er ađ hruni komiđ og óvissa framundan.

Tveir hornsteinar Nató í kalda stríđinu voru hernađarmáttur Bandaríkjanna annars vegar og hins vegar trúverđugleiki fimmtu greinar stofnsáttmála Nató um ađ árás á eitt bandalagsríki jafngilti árás á ţau öll. Í kalda stríđinu var Evrópu skipt í tvennt, kommúnisma og borgaralegt lýđrćđi. Hornsteinar Nató stóđust prófraun kalda stríđsins.

Í dag er öldin önnur. Evrópa er ekki lengur tvískipt. Ţađ er enginn kommúnismi, ţótt trauđla megi međ góđu móti kenna álfuna í heild viđ borgaralegt vestrćnt lýđrćđi.

Sígild stórveldagreining á best viđ Evrópu samtímans. Tvö lykilríki, Frakkland og Ţýskaland, stjórna Evrópusambandinu, sem má kalla stórveldi. Austan ESB er Rússland stórveldi. Vestur af meginlandinu er Bretland, sem er gamalt stórveldi en stendur ekki undir nafni nema ađ ţví leyti sem sögulega náinn vinskapur viđ Bandaríkin leyfir.

Stórveldin tvö í Evrópu, ESB og Rússland, stríđa um hvort Úkraína skuli tilheyra ESB eđa vera hlutlaust - í reynd undir áhrifasvćđi Rússa. Bandaríkin hafa stutt viđleitni ESB, og höfđu til skamms tíma forystu, en nú međ hangandi hendi. Vígstađan er Rússum í vil enda Úkraína í bakgarđi ţeirra, líkt og Mexíkó er bandarískt heimatún í skilningi stórveldahagsmuna. Ný skođanakönnun sýnir 64% Ţjóđverja telja stríđiđ tapađ. Skriftin er á veggnum.

Úkraínustríđinu lýkur á rússneskum forsendum. Sjálfkrafa veikist ESB, verđur minna stórveldi í samanburđi viđ Rússland. Austurvíkingi ESB er lokiđ. Nýr veruleiki blasir viđ. Nató, hernađarbandalag ţvert á Atlantsála, verđur í reynd Ameríku-deild og Evrópu-deild. Er ţađ ekki síst vegna ţróunar bandarískra stjórnmála.

Bandaríkin fjarlćgjast hćgt en örugglega skuldbindingar sínar frá kalda stríđinu. Orđ Trump eru til marks um ţađ. Hvorki bandarískir hermenn né Nató-hermenn berjast í Úkraínu, nema sem málaliđar. Ástćđan er einföld. Ţađ hefur ekki tekist ađ selja Úkraínustríđiđ sem baráttu góđs og ills. Takmörk eru fyrir trúgirni fólks. Jafnvel á međan kalda stríđiđ stóđ í blóma keypti almenningur ekki ađ víetnamskir hrísgrjónabćndur vćru útsendarar heimskommúnismans. Raunsći trompar hugsjónir er til lengdar lćtur.

Hver er stađa Íslands í hnignun Nató? Harla góđ. Í gildi er varnarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna, sem vísar raunar í Nató, en samningurinn er ađ öđru leyti sjálfstćđur milli tveggja lýđvelda. Endurskilgreining á öryggishagsmunum Bandaríkjanna mun alltaf fela í sér varđstöđu um Norđur-Atlantshaf. Fullmikiđ vćri sagt ađ Ísland sé Bandaríkjunum nauđsynlegt. Á hinn bóginn er kristalstćrt ađ heimavarnir austurstrandar Bandaríkjanna yrđu síđri ef ekki nyti ađstöđu á Íslandi. Viđ erum og verđum í Ameríku-deild Nató. 

Í öryggismálum, síđur í menningarmálum, er sérstakur bónus fyrir Íslendinga ađ vera ekki á evrópsku öryggissvćđi heldur bandarísku. Meginland Evrópu, ESB, á fyrir höndum stórt verkefni, sem er ađ finna leiđ til ađ lifa međ sterku Rússlandi. Fyrir Íslendinga er best ađ halda sig fjarri ţeim hráskinnaleik.

Auga leiđ gefur ađ Ísland gengur ekki í fyrirsjáanlegri framtíđ í Evrópusambandiđ og Evrópu-deild Nató í leiđinni. Trumpvćđing Ameríku tryggir Ísland gagnvart ásćlni Evrópusambandsins.  


mbl.is Úkraína nćr NATO en nokkru sinni fyrr
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 25. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband