Kennarar, tjáningarfrelsið í skóla og utan

Kennarar, með RÚV sem bakhjarl, hafa mestar áhyggjur af tjáningarfrelsi í skólastofunni en ekki hvort pólitísk innræting fari þar fram, skrifar Sigurður Már Jónsson. Tilefnið eru tvær kennaraglærur. Önnur sýndi Sigmund Davíð formann Miðflokksins í félagsskap nasista og fasista, en hin jafnstillti Sjálfstæðisflokknum með Þriðja ríkinu.

Áhyggjur kennara af takmörkunum á tjáningarfrelsinu eru nýmæli. Í vor hófu kennarar undirskriftarsöfnun til að mótmæla að kennarinn Páll Vilhjálmsson nýtti sér málfrelsið.

Tilfallandi athugasemd rekur málið í stórum dráttum. Í umræðum við bloggið taka tveir kennarar til máls. Annar segir: 

Ef kennari veldur nemendum sínum og samstarfsfólki vanlíðan, má þá ekki segja að komnar séu faglegar forsendur fyrir því að segja honum upp störfum?

Hinn kennarinn skrifar þetta:

Langar þig virkilega að hafa það þannig á þínum vinnustað að þú sért sniðgenginn, fólk sé hætt að tala við þig og þess háttar?

Kennararnir tveir eru ekki beinlínis að lofa tjáningarfrelsið og grípa til varna frjálsri orðræðu. Þvert á móti eru hafðar í frammi eftirlætisaðferðir vinstrimanna, að hóta atvinnumissi og útilokun. 

En núna, eftir að glærur frá vinstrisinnuðum kennurum eru tilefni til spurninga um hvað leyfist í skólastofunni, er vörnin sú að kennurum verði að tryggja réttinn að taka til máls.

Guð láti gott á vita. 

 

 


Bloggfærslur 20. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband