Slaufun að kröfu Andra Snæs

Heimurinn brennur og ritstjórn Morgunblaðsins á að leggja niður störf þegar Staksteinar birta tilfallandi gagnrýni á heimsendaspár vegna loftslags af mannavöldum. Á þessa leið er málflutningur Andra Snæs Magnasonar rithöfundar á Fjölmiðlanördum á Facebook. Stundin endurómar.

Tilefnið er blogg þar sem vitnað er í tvo íslenska veðurfræðinga, bandarískan loftslagsvísindamann, auk annarra heimilda, og dregnar ályktanir sem eru Andra Snæ ekki að skapi.

Fyrir þrem árum krafðist Andri Snær þöggunar gagnrýnisradda á manngert loftslag. Síðan hefur slaufunarmenningin vaxið og dafnað. Nú er tímabært að krefjast að starfsfólk fjölmiðla leggi niður störf ef svo ber við að vitnað er í aðra en handhafa rétttrúnaðarins.

Menn eins og Andri Snær eru óvinir frjáls samfélags viti borinna manna. Í menningargúlagi Andra Snæs er aðeins ein skoðun leyfð og rökræður bannaðar. 

Árið 2019, sama ár og hann heimtaði þöggun, var Andri Snær í fréttum vegna andlátsfregnar sem hann samdi um jökulinn Ok er rithöfundurinn sagði vera að hverfa vegna manngerðs veðurfars. Andri Snær fíflaði Katrínu forsætis með sér í pílagrímsför á hálendið með minningarskjöld. En jökullinn hvarf 59 árum áður, eins og rifjað var upp í tilfallandi athugasemd. Náttúran hafði framið glæpinn fyrir tveim kynslóðum en Andra Snæ var í mun að kenna núlifandi Íslendingum um voðaverkið. 

Ofstæki kjána er öðrum þræði skoplegt en hinum þræðinum sorglegur vitnisburður um menningarástand.

 


Bloggfærslur 23. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband