Nýkristni, fóstureyđingar: tilgáta um heift

Fóstureyđingar eru pólitískt hitamál í Bandaríkjunum af trúarlegum ástćđum öđrum fremur. Guđs útvalda ţjóđ á rćtur í púrítisma sem tekur mannhelgi alvarlega. Hćstiréttur sneri viđ úrskurđi um rétt kvenna til fóstureyđinga frá 1973, sem var tími hippa, frjálsra ásta, eiturlyfja og andófs gegn feđraveldinu.

Bann viđ fóstureyđingum er kristin hugmynd. Rómverjar höfđu sérstaka öskuhauga fyrir óćskilega nýbura. Í íslenskri heiđni tíđkađist útburđur barna. Eftir kristnitöku lagđist sá siđur af.

Kristin mannhelgi er undirstađa vestrćnnar stjórnmálamenningar. Í deilunni um fóstureyđingar takast á um rétt konu yfir líkama sínum annars vegar og hins vegar rétt fósturs til lífs.

Eftir seinna stríđ dofnuđu kristin gildi samtímis sem veraldleg mannréttindi fengu meira vćgi. Veraldleg mannréttindi hvíla á lagabókstafnum einum saman, eru ađskilin frá trúarkenningunni. Mannasetningum má breyta, ţađ leiđir af sjálfu sér. Réttindi sem styđjast viđ trú, t.d. kristin mannhelgi, eru aftur međ innbyggđri seiglu og verđur ekki auđveldlega kastađ fyrir róđa.

Úrskurđur hćstaréttar vestan hafs snýst formlega um ađ fylkin sem mynda Bandaríkin ákveđi sjálf stađbundin lög um fóstureyđingar. Í reynd er opnuđ ný víglína í menningarstríđi íhaldsmanna og frjálslyndra vinstrimanna.

Ţótt bandaríska menningarstríđiđ hafi áhrif á Evrópu, ţađ sást t.d. í Black Lives Matter, er harla ólíklegt ađ umrćđa um rétt kvenna ţar vestra til fóstureyđinga skipti sem slík meginmáli í Evrópu. Engu ađ síđur lögđust menn í gamla heiminum á árarnar og reru undir orđrćđunni. Jafnvel á friđsćla Fróni kastast í kekki milli manna.

Nýkristni er pólitísk hugmyndafrćđi sem fléttar saman púrítanisma, félagslegri og efnahagslegri íhaldssemi, einstaklings- og ţjóđhyggju. Í Bandaríkjunum eru menn kjörnir forsetar út á ţessa hugmyndafrćđi, yngstu dćmin eru Reagan 1980 og Trump 2016.

Ákefđ Evrópumanna ađ taka ţátt í bandarísku umrćđunni um fóstureyđingar stafar líklega af ţeim grun ađ úrslit deilunnar hafi stórpólitísk áhrif á vesturlöndum almennt og langt út fyrir deiluefniđ sjálft.

Tilfallandi spurn er hvort trúarlegir tímar séu á nćsta leiti.   


mbl.is Sviptingar í bandarísku réttarkerfi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 28. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband