Iđnađarstríđ í Úkraínu, vestriđ tapar stórt

Árleg framleiđsla Bandaríkjanna af sprengikúlum fyrir stórskotaliđ er notuđ í Úkraínu á hálfum mánuđi af Rússum. Segi og skrifa: á tveim vikum nota Rússar sama magn af sprengjum í fallbyssur sínar og Bandaríkin framleiđa á einu ári.

Upplýsingarnar koma fram í samantekt konunglegrar breskrar stofnunar á sviđi varnarmála, RUSI. Stofnunin er aldagömul og virt. Einn stofnenda var Wellington, sá sem sigrađi Napóleon í Waterloo. Ţađ er ekki líklegt ađ RUSI birti fleipur.

Höfundur samantektarinnar, Alex Vershinin, segir vígvöllinn á úkraínsku sléttunum iđnađarstríđ. Sá sigrar sem framleiđir og flytur á víglínuna meiri búnađ s.s. skotfćri og birgđir. Í upphafi stríđsins voru 200 ţús. rússneskir hermenn á móti 250 ţús. úkraínskum. Síđan hefur stjórnin í Kćnugarđi kvatt til vopna um 450 ţús. hermenn. Samt eru Rússar á sigurbraut ţrátt fyrir ađ vera til muna liđfćrri.

Ástćđan er ađ Rússar eiga verkfćrin, vopn og skotfćri. Í ofanálag eyđileggja Rússar birgđaflutninga međ flugskeytum og flugvélaárásum. Úkraínumenn geta miklu síđur hoggiđ skörđ í birgđahald óvinarins. Atvinnuher Rússa slátrar Úkraínuher.

Úkraínumenn hafa viđurkennt ađ um helmingur af stórskotaliđi ţeirra í upphafi átaka í lok febrúar er ónýtur. Fáeinar fallbyssur og hreyfanleg eldflaugakerfi frá vesturlöndum breyta ekki neinu sem nemur. Sérfrćđingar segja Rússa međ tífalda og upp í tvítugfalda skotgetu í stórskotaliđi og vígvallareldflaugum í samanburđi viđ Úkraínuher. Stríđiđ á sléttum Garđaríkis er fyrst og fremst háđ međ ţungavopnum. Flestir deyja án ţess ađ sjá óvininn. Dauđinn kemur međ fallbyssukúlu eđa eldflaug.

Ekki er nokkur lifandi leiđ ađ Úkraínuher snúi taflinu sér í vil ađ óbreyttum forsendum. 

Ţađ er ábyrgđarhluti af vestrćnu stjórnmálaelítunni og fjölmiđlum á ţeirra vegum ađ halda ţeirri hugmynd á lofti ađ Úkraína geti sigrađ. Ţađ eru einfaldlega ekki til byssur og skotfćri á vesturlöndum til ađ standast Rússum snúning. Úkraínskir hermenn eru fallbyssufóđur, deyja í fullkomnu tilgangsleysi í gjörtöpuđu stríđi.

Á sléttum Garđaríkis taka heimsmálin stakkaskiptum. Ţegar lćrdómurinn af tapinu sćkir vesturlönd heim verđur ţađ sársaukafullt. Rússar niđurlćgja vestriđ í stađbundnum átökum. Kínverjar standa álengdar. Heimurinn allur er undir og horfurnar eru slćmar fyrir vesturlönd. 


mbl.is Segir Rússa eiga heitt sumar í vćndum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 24. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband