Lýđveldiđ, Framsókn og 16. júlí

Viđ fögnum lýđveldinu 17. júní. Í dag er ţađ 78 ára. Sumir vinstrimenn vildu ekki stofna til ţess 1944. Ekki frekar en ţeir vildu fullveldi 1918. Ţeim leiđ betur sem Stór-Dönum en Íslendingum.

Í dag eru vinstrimenn á flótta. Helstu tíđindin á vígaslóđum stjórnmálanna er sókn Framsóknar. Ţríeykiđ sem skipar herráđiđ, Sigurđur Ingi, Lilja og Ásmundur Einar, skrifar grein í Morgunblađiđ um samhengi fullveldis og Framsóknar.

Síđasta stórárás vinstrimanna á lýđveldiđ var gerđ 16. júlí 2009 er sitjandi ríkisstjórn Jóhönnu Sig, eina hreina vinstristjórn sögunnar, fékk samţykkta ESB-umsókn á alţingi Íslendinga.

16. júlí er ofbeldisdagur í íslenskri sögu. Ţann dag 1627 gekk óţokkalýđur á land í Vestmannaeyjum, á Rćningjatanga, og drap, brenndi og hneppti fólk í ţrćldóm. Ekki voru ţađ fylgismenn Marx heldur Múhameđs er voru ţar ađ verki. 

Ţađ er framsóknarlegt ađ hafa fullan fyrirvara á bođskap útlendra spámanna. Síđast ţegar sćmilega tókst til, á alţingi áriđ 1000, var sérstakur gaumur ađ gefinn ađ ţví hvort hinn nýi siđur, kristni, félli sćmilega ađ viđurkenndum háttum landsmanna, heiđni.

Sigurđur Ingi ţess tíma, kallađur Ţorgeir Ljósvetningagođi, fann ţá málamiđlun ađ menn skyldu taka kristni formsins vegna en máttu bera heiđni í hjarta sér og stunda heima fyrir blót, útburđ og hrossakjötsát.

Engri framsóknarmennsku var til ađ dreifa rúmu hálfu árţúsundi síđar, ţegar landsmenn skiptu úr einni kristni í ađra. Siđaskiptin voru djöfulgangur. Fyrsta frjálsrćđishetjan, Jón Arason og synir hans Björn og Ari, allt framsóknarmenn, voru teknir af lífi án dóms og laga af stór-dönsku leiguţýi.

Eftir fall feđganna var fátt um innlendar varnir gegn alţjóđahyggju nýaldar. Vinstrisinnađar háskóladeildir í Evrópu kenndu ađ galdrar vćru helsta meinsemd mannanna, líkt og amerískar háskóladeildir kenna í dag ađ kynin séu ýmist ţrjú, fimm eđa seytján. Ósköpin bárust ađ strönd ísa kalda lands međ svokölluđum menntamönnum, auđvitađ. Ţar eđ engir framsóknarmenn voru til andmćla létu 25 alţýđufrćđarar lífiđ, flestir á báli. Var sprekiđ ţó af skornum skammti í skóglausu landi. Útlenda trúarspekin krafđist aftur lífláts međ brennslu.

Allt er ţetta saga sem endurtekur sig ađ breyttu breytanda. Lćrdómurinn er ađ stíga skal varlega til jarđar er spámenn hefja upp raust sína. Sannleikurinn liggur í litlu atriđunum, í hversdagslífinu. Framsókn er ţar á heimavelli.

Gleđilega ţjóđhátíđ, bćđi framsóknarmenn og ađrir. 

 

 

 


mbl.is Ţjóđhátíđardegi fagnađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 17. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband