Stundin, ekki-fréttin um 750 m.kr. arð

Höskuldur Höskuldsson eigandi Lyru tók sér 750 milljón króna arð úr fyrirtækinu eftir vel heppnuð viðskipti við Landspítala.

Morgunblaðið og Fréttablaðið segja frá.

Stundin segir ekki neitt. Er útgáfan þó áhugasöm þegar grætt er á viðskiptum við Landspítala. Fyrir ári gerði Stundin númer úr fyrrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem seldi spítalanum þjónustu - fyrir smápeninga í samanburði við Höskuld.

Þó er Stundin komin með rannsóknaritstjóra, Helga Seljan. Ekkert að frétta þegar sumir græða á viðskiptum við Landspítala en fréttaefni þegar aðrir maka krókinn. 

Samkvæmt hluthafalista Fjölmiðlanefndar er stór hluthafi Stundarinnar Höskuldur Höskuldsson. Skyldi þó ekki vera sami Höskuldur og malar gull á viðskiptum við Landspítala?


mbl.is Tveggja milljarða afgangur hjá Lyru vegna faraldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband