Biden: Selenskí tapađi Úkraínustríđinu

Vesturlönd vita ađ Úkraína tapar stríđinu viđ Rússa. Biden Bandaríkjaforseti leggur grunn ađ frásögninni ađ tapiđ sé Selenskí forseta Úkraínu ađ kenna.

Selenskí er í raun leiksoppur tveggja ađila, vesturlanda annars vegar og hins vegar úkraínskra olígarka. Hann lék forseta í sápuóperu. Ţótt leika af innlifun og var gerđur ađ forseta. 

Eftir innrás Rússa 24. febrúar varđ Selenskí alţjóđleg stórstjarna. Hann var á beinu streymi á ráđstefnum og ţjóđţingum um víđa veröld, einnig á alţingi Íslendinga. Ţetta var á fyrstu vikum stríđsins ţegar Úkraína átti ađ sigra Rússa međ vestrćnum vopnum. Selenskí var Davíđ sem sigrađi pútínískan Golíat.

Stöđugar fréttir vestrćnna fjölmiđla um stórsigra Úkraínuhers á innrásarliđinu, ásamt breiđsíđum um fjöldamorđ Pútínhersins á saklausum borgurum sannfćrđu marga um ađ réttlátur Davíđ hefđi betur gegn ranglátum Pútín.

Leiktjöldin voru trúverđug en á bakviđ ţau var Úkraínuher á undanhaldi. Rússar sóttu fram og lögđu undir sig lönd. Vesturlönd áttuđu sig á ekki síđar en í apríl ađ Úkraína myndi tapa stríđinu. Ţađ ţurfti ađ hanna frásögn til ađ útskýra fyrir alţjóđ niđurlćginguna. Finna blóraböggul. 

Drög ađ nýju handriti eru ađ Selenskí sé ekki Davíđ gegn Golíat heldur breysk hetja, er glímir viđ veruleikafirringu. Á nćstum dögum fáum viđ fréttir um ađ Selenskí beri ábyrgđ á slćmri herstjórn og gífurlegu mannfalli. 

Samhliđa nýrri frásögn lćtur vestriđ eins og ţađ vilji bjarga Úkraínu. Úrsúla von der Leyen forseti framkvćmdastjórnar heimsótti Kćnugarđ. Úkraínuforseti sagđi ađ á sléttum Garđaríkis réđist framtíđ hins vestrćna heims. Úrsúla klappađi forsetanum á bakiđ og sagđi Úkraínu bráđum í ESB. En Úkraína fer aldrei inn í ESB án ţess ađ hafa viđurkennd landamćri. Stórir hlutar landsins eru undir hernámi Rússa.

Fréttir herma ađ forseti Frakklands, forsćtisráđherra Ítalíu og kanslari Ţýskalands heimsćki Kćnugarđ innan skamms. Stórfrétt, ef satt reynist. Mögulega ćtlar ţríeykiđ ađ bjóđa Selenskí afarkosti. Ađ hann semji strax viđ Rússa, gefi frá sér ţađ land sem ţarf til ađ kaupa friđ. Eđa ađ vestriđ yfirgefi Úkraínu og kenni Selenskí um ađ tapa stríđinu.

Vesturlönd hafa ekki lengur efni á stríđinu í Garđaríki. Efnahagskerfi ţeirra eru í uppnámi, hrávöruskortur vegna viđskiptaţvingana gerir illt verra.  


mbl.is Segir Selenskí hafa hundsađ viđvaranir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 12. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband