RSK-tilræðið gegn Páli skipstjóra - hvers vegna?

Fréttamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK,  eru á sakabekk vegna tilræðis að heilsu og einkalífi Páls skipstjóra Steingrímssonar. Eitrað var fyrir Páli og síma hans stolið. Kjarninn og Stundin fengu stolin einkagögn Páls og dreifðu um hann rógi og níði með frjálslegum útleggingum. Komist RSK-liðið ekki undir manna hendur verður refsilaust að byrla fólki og stela einkagögnum. 

En hvers vegna var skipstjórinn tekinn fyrir með skipulegri aðför þriggja fjölmiðla? Jú, Páll hafði gagnrýnt herferð RSK gegn Samherja, svokallað Namibíumál, og skrifað greinar í fjölmiðla og á samfélagsmiðla.

,,Saklaus uns sekt er sönnuð," er heiti á grein Páls á Vísi í kjölfar alræmds Kveiks-þáttar um að Samherji stæði fyrir stórfelldri glæpastarfsemi í Namibíu. Enginn aðili tengdur Samherja var kærður. RÚV heldur öðru fram, en það er falsfrétt.

Páll spurði Aðalstein Kjartansson, sem var einn höfunda Kveiks-þáttarins, um efnisatriði en fékk engin svör. Aðalsteinn flutti sig yfir á Stundina, frá RÚV, í tæka tíð til að skrifa um skipstjórann upp úr stolnu gögnunum.

Páll deildi við Svavar Halldórsson, fyrrverandi fréttamann, og eiginmann Þóru Arnórsdóttur á RÚV um efnisatriði í Kveiks-þættinum. Svavar er í bakvarðasveit RSK sem sér um skítadreifinguna á samfélagsmiðlum. 

Páll gerði grín að Dodda á Kjarnanum sem hætti að fjalla um uppboð á kvóta í Namibíu þegar það misheppnaðist. 

Skipstjórinn var sem sagt duglegur að rúlla fréttamönnum RSK upp og niður andans tröppurnar fyrir margvíslegan þvætting sem reglulega er borinn á borð í þágu ,,almannahagsmuna". Í reynd eru það pólitískir hagsmunir sem fjölmiðlarnir bera fyrir brjósti. Markmiðið er að telja fólki trú um að það búi í verbúðarsamfélagi. Vestfjarðarnornin er hugarfóstur sem blaðamenn RSK sjá í hverju skúmaskoti. Sumir þeirra eru svo illa haldnir af ímyndunarveiki að þeir hafa lagst inn á geðdeild.   

RSK-miðlarnir hugsuðu Páli skipstjóra þegjandi þörfina. Um mánaðarmótin apríl og maí sl. var tilræðið gegn Páli skipulagt. Aðalsteinn Kjartansson var fluttur af RÚV yfir á Stundina og Doddi beið álengdar á Kjarnanum. Vaktina á Glæpaleiti stóðu Þóra, Helgi Seljan og Rakel.

Tilræðið þaggaði niður í Páli skipstóra, um sinn í það minnsta. Hann var nær dauða en lífi og átti um sárt að binda í einkalífinu eftir atlögu RSK. Níu dögum eftir að spuni RSK úr stolnum gögnum frá Páli fór í umræðuna gafst Samherji upp og baðst afsökunar. Samherji var ekki tilbúinn að fórna mannslífum. En það var enginn bilbugur á RSK-miðlum.

Fyrr en, auðvitað, núna þegar réttvísin vill ná tali af Þóru, Dodda, Aðalsteini og félögum. RSK-liðið flýr í dauðans ofboði í fang vinstrimanna á alþingi og skrílmenningar. Nú á að brjóta réttarríkið á bak aftur með samstilltu átaki óreiðuaflanna.

Í RSK-landi má eitra, stela og ráðast á einkalíf fólks. Við viljum ekki búa í þannig landi.


Bloggfærslur 20. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband