Kjarasamningar sem herfang

Samningar um laun á vinnumarkaði eru eins og herfang einstakra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Vilhjálmur formaður SGS landaði samningi og Sólveig Anna í Eflingu brást ókvæða við; þetta átti að verða hennar herfang.

Enginn í verkalýðshreyfingunni getur þakkað sér að samningar nást, þegar grannt er skoðað. Seðlabanki Íslands á heiðurinn. Með vel tímasettri vaxtahækkun sló bankinn hnefanum í borðið og sagði skæruliðaforingjum verkó að innistæðulausum kauphækkunum yrði mætt af hörku.

Fyrrum lék verkalýðshreyfingin þann leik að knýja fram með verkfalli samninga sem ekki voru í tengslum við efnahagslegan veruleika. Verðbólgan át upp launin og gaf jafnframt óábyrgum verkalýðsforingjum skotfæri í pólitíska kjarabaráttu. Sú herfræði var enn og aftur á dagskrá áður en seðlabankinn skellt í lás.

Herská pólitík forystumanna verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri þjónar ekki hagsmunum launþega. Hvorki m.t.t. kjarabaráttu né félagslegar samheldni. Síðasta ASÍ þingi var frestað vegna óeiningar.

Það stendur upp á verkalýðshreyfinguna að taka til í eigin ranni. Áður en það er um seinan.


mbl.is Ekki eins og þægur hundur við lappir Sólveigar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband