Snorri og ósættið í Evrópu

Þjóðverjar skulda okkur stórt, þeir eyddu þriðjungi pólsku þjóðarinnar í seinna stríði, segir nýr sendiherra Póllands í Þýskalandi.

Í hundrað ár hafa Rússar reynt að eyða úkraínsku þjóðinni, segir fyrrum utanríkisráðherra Úkraínu.

Stórar yfirlýsingar atarna.

Algildur mælikvarði á gott og illt er ekki til samskiptum þjóða. Það er hægt að meta einstök atriði, leggja þau á vogarskálarnar og fella siðferðisdóma. En þegar í senn er undir löng saga og legíó atvika er tómt mál að tala um einhlítan dóm. Veldur þar hver á heldur.

Í stað þess að ræða sögulega sekt er Evrópu nær að hugsa hagnýtt og spyrja hvernig þjóðir álfunnar geti búið saman í sæmilegri sátt.

Evrópusambandið var stofnað eftir seinna stríð til að gera einmitt þetta, að setja álfunni húsreglur. Nató skyldi sjá um eftirfylgni á reglunum, yrði þess þörf. Eftir lok kalda stríðsins var öllum fyrrum kommúnistaríkjum Austur-Evrópu boðin aðild að ESB og Nató.

Einni þjóð var þó haldið utan við sameiginlegar siðareglur - Rússum. Tvennir siðir þýða tvenn lög sem aftur leiða til borgarastyrjaldar. Þorgeir Ljósvetningagoði vissi þetta fyrir þúsund árum á Íslandi. Orðin eru lögð honum í munn af íslenskum sagnameistara germanskrar sögu og trúar, Snorra Sturlusyni. 


Bloggfærslur 10. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband