Færeyingar kaupa ekki Rússahatrið

Rússahatrið er vestrænt bandalag viljugra þjóða bandarískrar heimsvaldastefnu. Færeyingar taka ekki þátt og endurnýja fiskveiðisamning við Rússa sem er frá tímum Sovétríkjanna.

Fáar vestrænar þjóðir þora að taka sér Færeyinga til fyrirmyndar. Í öðrum heimsálfum, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku, eru þær aftur margar sem láta sér í léttu rúmi liggja valdabrölt Bandaríkjanna, ESB og Nató í Austur-Evrópu. Heimsbyggðin hefur séð vestrænt forræði í framkvæmd í Afganistan, Írak, Sýrlandi og Líbýu og finnst ekki mikið til koma.

Stríðið í Úkraínu er siðferðilega, pólitískt og efnahagslega rangt. Það byrjaði ekki 24. febrúar í ár, þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, heldur vorið 2008 þegar Bandaríkin og Nató gáfu út yfirlýsingu um að Úkraína yrði Nató-ríki.

Hernaðarbandalaginu er stefnt gegn Rússlandi. Með Úkraínu í Nató eru Rússum allar hernaðarlegar bjargir bannaðar. Það er nóg að horfa á landakortið til að sjá það. Það hefði verið vesturlöndum útgjaldalaust að láta Úkraínu vera hlutlaut ríki á milli Nató og Rússlands. En það stóð aldrei til. 

Úkraína er verkfæri til að ná forræði yfir Rússlandi. Vesturveldin munu berjast á sléttum Garðaríkis til síðasta Úkraínumannsins. 

Færeyingar kaupa ekki vestrænan yfirgang. Virðing. 


mbl.is Færeyingar framlengja umdeildan samning við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband