Pírati platar Fréttablaðið

Enginn frá Samherja var ákærður í Namibíumálinu, þótt RÚV hafi ekki enn sagt frá því. Píratinn Atli Þór Fanndal, sem rekur skrifborðsfélagið Transparancy, tókst þó að plata Fréttablaðið til að skrifa frétt um að framsalskrafa sé ekki komin frá Namibíu.

Fyrst þarf að ákæra, síðan að krefjast framsals. Ástæða þess að ekki er ákært er að stjörnuvitni RÚV, Jóhannes uppljóstrari, er ekki trúverðugur. Í ofanálag neitar Jóhannes að fara til Namibíu að bera vitni. Þarlendir eiga ýmislegt sökótt við hann.

Í Fréttablaðinu er klausa um að íslenskir embættismenn séu spilltir:

Íslandsdeild Transparency þrýstir á namibísk yfirvöld að grípa til aðgerða varðandi íslenska embættismenn sem hafa verið bendlaðir við spillingarmálið.

Atli Þór kemur líka fram í namibískum fjölmiðli með sömu ásökun.

Ein gerð spillingar er að dreifa fölskum ásökunum. Í þá spillingu eru Píratar djúpt sokknir.

Hvað Fréttablaðið er að pæla með þessari vegferð er aftur ráðgáta.

 

 

 


Bloggfærslur 13. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband