Föstudagur, 25. júní 2021
Löggur með fordóma
Ef gefið er að lögreglan endurspegli samfélagið, sem er rímleg ályktun, má gera ráð fyrir að áþekkir fordómar séu hjá lögreglumönnum og almenningi.
Lögregluþjónar sem höfðu afskipti af fólki í Ásmundarsal í desember létu í ljós fordóma, um það er engum blöðum að fletta. Hvort þeir fordómar leiddu til fréttatilkynningar sem hönnuð var í því skyni að koma höggi á formann Sjálfstæðisflokksins er aftur opin spurning.
Almennt er traust til íslensku lögreglunnar, síst þó hjá vinstrimönnum. Landssamband lögreglumanna gerði vel í því að gangast við augljósum staðreyndum, að löggur hafi fordóma eins og annað fólk, og viðurkenna að stundum mætti standa betur að verki, t.d. í útkallinu í Ásmundarsal.
Málið dautt.
![]() |
Lögreglumenn íhuga að kvarta til Persónuverndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 25. júní 2021
Gosið jafnar árlega losun bílaflota Íslendinga
Eldgosið í Fagradal hefur á 3 mánuðum losað gróðurhúsaloftegund út í andrúmsloftið sem jafnast á við losun alls bílaflota landsmanna á einu ári.
Algengustu gróðurhúsalofttegundirnar eru tvær, vatnsgufa H2O og koltvísýringur CO2. Í andrúmslofti jarðarinnar er vatnsgufa gefin upp á bilinu 0-4% en koltvísýringur 0,04%.
Samkvæmt útreikningi Sigurðar Steinþórssonar prófessors emeritus á Vísindavefnum losar eldgosið 135 kg af vatnsgufu á sekúndu. Það gerir rúm átta tonn á mínútu og tæp 500 tonn á klukkustund og 12 þús. tonn á sólarhring. Á þrem mánuðum eru þetta yfir 1 milljón tonn.
Umhverfisstofnun mælir losun Íslands í kílótonnum og segir vegasamgöngur losa árlega eitt þúsund kílótonna gróðurhúsalofttegunda, sem er 1 milljón tonn.
Í þessum útreikningi er aðeins fjallað um losun vatnsgufu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um losun koltvísýrings, CO2. Umhverfisstofnun ætti vitanlega að leggja fram þær upplýsingar ef stofnunin léti sér jafn annt um vísindi og áróður.
![]() |
Eldgamalt vatn veldur sprengingunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)