Trump og alþjóðahættan

Alþjóðleg nefnd, m.a. skipuð fyrrum forsætisráðherra Dana, kemst að þeirri niðurstöðu að Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti skuli ekki fá tækifæri til að tjá skoðanir sínar á Facebook.

Örfá alþjóðleg fyrirtæki ákveða í raun hverjir eigi aðgang að umræðu á félagsmiðlum.

Alþjóð stafar ekki hætta af Trump heldur valdi samfélagsmiðla til að ákveða réttar skoðanir og rangar.

 


mbl.is Eftirlitsnefnd Facebook staðfestir bann á Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís og sérhagsmunir dópista

Fíkniefnaneytendur vilja dópa sig í friði fyrir lögum og reglum. Svandís heilbrigðisráðherra vill koma til móts við eiturlyfjaneytendur og lögleiða fíkniefni.

Sérfræðingar í málaflokknum, læknar og lögregla, mæla eindregið gegn lögleiðingunni en ráðherra situr við sinn keip.

Sérhagsmunir fíkniefnaneytenda trompa álit sérfræðinga og almenna skynsemi. Verði af lögleiðingunni er ungu fólki á aldr­in­um 18 og 19 ára, sem í dag er óheim­ilt að hafi áfengi við hönd, heim­ilt að hafa í fór­um sín­um neyslu­skammta af fíkni­efn­um, eins og segir í fréttinni.

Hér er á ferðinni eitt skýrasta dæmi seinni tíma um að almannahagsmunum er fórnað fyrir sérhagsmuni fárra.

Alþingi verður að stöðva sérgæsku heilbrigðisráðherra sem hefur sagt skilið við dómgreind og heilbrigða skynsemi.

 


mbl.is Sammála sérfræðingum um áfengi en ekki fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband