ESB-sinni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Friðjón Friðjónsson sækist eftir öruggu sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri um næstu helgi. Í heilsíðuauglýsingu í Sunnudagsmogga segir Friðjón að við eigum að vera

óhrædd við að vera í sterkum og nánum tengslum við nágranna- og viðskiptaþjóðir okkar.

Þetta er annað orðalag yfir inngöngu í Evrópusambandið. ESB-sinnar koma sjaldnast til dyranna eins og þeir eru klæddir. Undirmál eru þeirra háttur.

Friðjón gat sér orð að selja Íslendingum þriðja orkupakkann. Með orkupakkanum fær ESB ítök i raforkuframleiðslu Íslendinga. Maðurinn er almannatengill að starfi og hefur þá skoðun sem hverju sinni gefur best í aðra hönd. Sjóðir ESB eru digrir.

Ef Friðjón fær öruggt þingsæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins er flokkurinn í höfuðborginni ókjósanlegur í þingkosningunum í september. 


Bloggfærslur 31. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband