Biðst RÚV afsökunar?

Samherji biðst afsökunar á því að starfsmenn fyrirtækisins hafi farið offari í að verja það árásum hagsmunahópsins á Efstaleiti.

Í framhaldi má spyrja hvort RÚV biðjist afsökunar að hafa falsað gögn um Samherja, brotið siðareglur og efnt til samsæris við aðra ríkisstofnun, Seðlabanka Íslands, um að koma höggi á Samherja?

Mun hagsmunahópurinn á Efstaleiti sjá að sér og biðjast afsökunar?


mbl.is Samherji biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV, Facebook og tjáningarfrelsið

RÚV bannaði gagnrýni á fréttaflutning hagsmunahópsins á Efstaleiti í Samherjamálinu. Facebook bannaði gagnrýni í kínversk stjórnvöld í Kínaveirumálinu.

Nú snýr Facebook við blaðinu og leyfir umræðu um að Kínaveiran gæti verið manngerð, búin til á rannsóknastofu í Wuhan og fyrir mistök eða ásetning sleppt lausri á mannkynið.

Hvað gerir RÚV? Jú, sendir á vettvang þingmannsefni sem segir tjáningarfrelsi RÚV standa ofar tjáningarfrelsi annarra.

Þingmannsefnið, Sigmar Guðmundsson, segir:

Já, það mun verða heil­ög bar­átta hjá mér alltaf að standa vörð um al­mennt tján­ing­ar­frelsi og frelsi fjöl­miðla til þess að segja frá án þess að það séu hags­muna­öfl að toga hlut­ina til og teygja.

Halló Hafnarfjörður, RÚV teygði og togaði heimildir til að fá það út að Samherji væri glæpafélag. Hagsmunahópurinn á Efstaleiti falsaði skjölskipulagði falsfréttir og virkjaði síðan útlend hagsmunaöfl þegar upp komst um strákinn Tuma.

Sigmar kallar það ,,heilaga baráttu" að hagsmunahópurinn á Efstaleiti fái gagnrýnislaust að telja fólki trú um að hvítt sé svart. Ritskoðarar Facebook eru í smávegis tengslum við veruleikann. Sigmar og RÚV-arar alls engum.

ps

Það er svolítið sætt, sniðugt og afhjúpandi þegar Sigmar veitir í mbl.is-viðtalinu innsýn í hvernig fjölmiðlasamfélagið á Íslandi virkar. Sigmar segist hafa fengið þessi viðbrögð þegar tilkynnt var að hann yrði þingmannsefni:

En maður er bara að fá vin­sam­lega kveður og hvatn­ingu. All­ir koll­eg­ar mín­ir á RÚV og öðrum miðlum sem hafa haft sam­band við mig eru bara mjög hvetj­andi með þetta.

Svo er reynt að telja okkur trú um að íslenskir fjölmiðlar séu sjálfstæðir. Þvílík firra. Þetta eru strákar og stelpur í vina- og hagsmunabandalagi þvers og kruss. Sást síðast í kjöri formanns Blaðamannafélags Íslands.


mbl.is Leyfa færslur um að Covid-19 hafi verið manngerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband