Þjóðverjar öfunda Breta,- sem komast til Íslands

,,Elsku Bretar, við öfundum ykkur," segir á forsíðu útbreiddasta blaðs Þýskalands, Bild. Ástæða þýskrar öfundar er að Bretar klára sig betur, miklu betur, en Þjóðverjar í baráttunni gegn Kínaveirunni.

Munurinn er sá að Bretar standa utan Evrópusambandsins, kusu Brexit, en Þjóðverjar eru tjóðraðir við bákn sem lamar sjálfsbjörg og eyðir sjálfstæði. Bretar munu í vor og sumar aflétta farsóttarhömlum en Þjóðverjar verða veirusamfélag fram á haust.

Samfylkingarmaður í Bretlandi, sem líkt og sálufélagar hans á Íslandi þrífst á að formæla eigin þjóð, er með böggum hildar yfir ástandinu. ,,Ég þoli ekki að segja það en Bretlandi gengur vel," skrifar Ed Cumming í málgagn ESB-sinna, Guardian.

Breskir ferðamenn koma til Íslands í sumar. Eitthvað færra verður um þýska. Eins og segir í Heimssýnarbloggi: Fullveldi auðveldar viðskipti, skrifræði torveldar.


mbl.is Íslandsstofa sækir fram í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband