Miðvikudagur, 24. febrúar 2021
Óreiða á alþingi - fækkum flokkum
Óreiða er á alþingi þar sem flokkarnir eru of margir. Engin þörf er á átta stjórnmálaflokkum, þrír til fjórir eru kappnóg.
Við ættum að nota tækifærið í haust og fækka flokkum á alþingi.
Ertu ekki sammála Björn Leví?
![]() |
Segir menningu óskipulags á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 24. febrúar 2021
Íslensk menning, góðan daginn
Íslenska stendur höllum fæti í alþjóðaþorpinu þar sem flestir tala einhverja útlensku. Til skamms tíma hafði landinn litar sem engar áhyggjur af útreið tungumálsins í heimsþorpinu.
Opingáttarstefnu var fylgt í menningarmálum. Ekkert mátti skerða blessað frelsið sem átti að færa okkur hamingju, velsæld og gott ef ekki langlífi líka.
En nú ber svo við að fréttamiðlar sameinast í andófi gegn erlendum félagsmiðlum og sjónvarpsstöðvar gegn útlendum streymisveitum undir þeim formerkjum að frelsið sé allt íslenskt lifandi að drepa.
Erum við að tala um endurreisn íslenskrar menningar?
![]() |
Undirverðlagning og ójafn leikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)