Blađamannaverđlaun afturkallist

Fyrir tveim árum verđlaunađi Blađamannafélag Íslands falsfrétt. RÚV og Stundin, Helgi Seljan, Ađalsteinn Kjartansson og tveir ađrir fengu verđlaunin. BÍ hlýtur ađ afturkalla sćmdina enda fékkst hún út á ósannindi.

Í umsögn dómnefndar segir ađ fréttamáliđ sé um

ásakanir á hendur Samherja um mútugreiđslur í tengslum viđ starfsemi fyrirtćkisins í Namibíu. Umfjöllunin byggđi á stađhćfingum fyrrum starfsmanns Samherja í Namibíu og miklu magni gagna...

Namibíumáliđ er ein stór falsfrétt hvađ viđvíkur Samherja. Jóhannes uppljóstrari fór međ stađlausa stafi. Samherji fékk enga ákćru á sig. Eina sem Samherji gerđi í Namibíu var ađ veiđa fisk og selja. Fullkomlega löglegt, síđast ţegar ađ var gáđ. ,,Rannsóknablađamennska" Helga Seljan og félaga var ađ segja löglega starfsemi glćpsamlega. ,,Rannsóknin" var ekki annađ en rćtiđ slúđur klćtt í fréttabúning.

Sigríđur Dögg Auđunsdóttir, formađur Blađamannafélags Íslands, heimtar ríkisfé til fjölmiđla. Fjölmiđlar dunda sér viđ framleiđslu falsfrétta og verđlauna sjálfa sig fyrir ósómann. Formađur BÍ krefst opinberrar niđurgreiđslu á ósannindum. Almenningur er krafinn um greiđslu fyrir ađ láta ljúga ađ sér.

Án afturköllunar á téđum verđlaunum er félag blađamanna ábekingur óheilinda og blekkinga. Tilgangur blađamennsku er ađ segja satt og rétt frá tíđindum líđandi stundar. Blađamenn eiga ekki ađ taka upp á sína arma ótrúverđugan ógćfumann međ langsóttar samsćriskenningar um glćpi í framandi heimsálfu. Blađamenn sem láta etja sér á slíkt forađ eiga betur heima á annarri deild en ritstjórn.

Alţingi getur sóma síns vegna ekki veitt almannafé í svikamyllu verđlaunađra ósanninda. Ţađ stendur upp á Blađamannafélag Íslands ađ gera hreint fyrir sínum dyrum og afturkalla verđlaun fyrir ,,rannsóknablađamennsku" ársins 2019.

 


Bloggfćrslur 4. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband