Blaðamannaverðlaun afturkallist

Fyrir tveim árum verðlaunaði Blaðamannafélag Íslands falsfrétt. RÚV og Stundin, Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og tveir aðrir fengu verðlaunin. BÍ hlýtur að afturkalla sæmdina enda fékkst hún út á ósannindi.

Í umsögn dómnefndar segir að fréttamálið sé um

ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Umfjöllunin byggði á staðhæfingum fyrrum starfsmanns Samherja í Namibíu og miklu magni gagna...

Namibíumálið er ein stór falsfrétt hvað viðvíkur Samherja. Jóhannes uppljóstrari fór með staðlausa stafi. Samherji fékk enga ákæru á sig. Eina sem Samherji gerði í Namibíu var að veiða fisk og selja. Fullkomlega löglegt, síðast þegar að var gáð. ,,Rannsóknablaðamennska" Helga Seljan og félaga var að segja löglega starfsemi glæpsamlega. ,,Rannsóknin" var ekki annað en rætið slúður klætt í fréttabúning.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, heimtar ríkisfé til fjölmiðla. Fjölmiðlar dunda sér við framleiðslu falsfrétta og verðlauna sjálfa sig fyrir ósómann. Formaður BÍ krefst opinberrar niðurgreiðslu á ósannindum. Almenningur er krafinn um greiðslu fyrir að láta ljúga að sér.

Án afturköllunar á téðum verðlaunum er félag blaðamanna ábekingur óheilinda og blekkinga. Tilgangur blaðamennsku er að segja satt og rétt frá tíðindum líðandi stundar. Blaðamenn eiga ekki að taka upp á sína arma ótrúverðugan ógæfumann með langsóttar samsæriskenningar um glæpi í framandi heimsálfu. Blaðamenn sem láta etja sér á slíkt forað eiga betur heima á annarri deild en ritstjórn.

Alþingi getur sóma síns vegna ekki veitt almannafé í svikamyllu verðlaunaðra ósanninda. Það stendur upp á Blaðamannafélag Íslands að gera hreint fyrir sínum dyrum og afturkalla verðlaun fyrir ,,rannsóknablaðamennsku" ársins 2019.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það vekur furðu mína, að nafngreindir miðlar og sér í lagi nafngreindir einstaklingar skuli ekki höfða meiðyrðamál á hendur síðuhafa fyrir beinskeyttar og ærumeiðandi fullyrðingar hans.

Það skyldi þó aldrei vera fótur fyrir ásökunum hans?

Jónatan Karlsson, 4.12.2021 kl. 10:18

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Blaðamannaverðlaunin eru veitt af blaðamönnum til félaga sinna. Þetta er samansafn af lélegum, hlutdrægum og jafnvel siðlausum blaðamönnum. Siðleysingjar sækja í fjölmiðla og eitt aðaleinkenni siðleysingja er engin iðrun og engin eftirsjá en grimmd og miskunnarleysi, þeim finnst þeir aldrei gera neitt rangt. Er nema vona að laðist að fjölmiðlum. https://www.businessinsider.com/professions-with-the-most-psychopaths-2018-5?r=US&IR=T#3-media-person-in-tv-or-radio-8

Kristinn Sigurjónsson, 4.12.2021 kl. 10:48

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Athyglisverður listi, Kristinn. Blaðamenn og sjónvarpsfréttamenn taka tvö sæti af tíu á lista yfir störf sem laða að sér siðblinda.

Páll Vilhjálmsson, 4.12.2021 kl. 11:18

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vitlausasta sem stjórnvöld gera er að borga fyrir fréttir. Í því felast mútur. 

I staðinn á að laga løg um ríkisútvarpið svo það drepi ekki aðra miðla. Sníða því stakk enda eru frjálsir fjølmiðlar undirstaða lýðræðis. 

Ragnhildur Kolka, 4.12.2021 kl. 11:42

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Minnir að Washington post hefði þurft að skila verðlaunum sínum fyrir skáldaða frétt að Hr.Trump hefði notið hjálpar Rússa í forsetakosningunu 2016,? Alla vega voru þeir dmdir fyrir lyga skáldverk sín. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2021 kl. 15:03

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Helga.

Það hefur enginn þurft að skila in Pulitzerum fyrir russiagate lygina. Enginn hefur heldur verið dæmdur. Það er eitthvað eftir í land að Durham ljúki rannsókn sinni og sakfellingar verði birtar, en þú getur treyst því að fjölmiðlar munu hvorki leiðrétta né biðjast afsökunnar á þessu valdaránsplotti.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2021 kl. 19:40

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir Jón Steinar. Áður en ég lagði í að skrifa þetta hugsaði ég einmitt, það leiðréttir mig einhver ef þetta er ekki rétt,svo ákaflega langaði af tilefninu að láta þetta eftir mér. En það vegur þungt í minninu hve fréttaveitur eru óáreiðanlegar og svifust einskis i baráttunni að ráða, ekki aðeins ríkjum heldur heiminum það kemur sér greinilega illa fyrir okkur; Já ég er sama sinnis og þú, þeir munu hvorugt gera,leiðrétta né biðjast afsökunar.

Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2021 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband