Siðareglur CNN og RÚV

Chris Cuomo, fréttamaður CNN, var gert að taka pokann sinn eftir að hafa ruglað saman hlutverkum sínum sem fréttamaður annars vegar og hins vegar bræðralagi við Andrew Cuomo, fyrrverandi borgarstjóra New York borgar. 

Eina sem Chris gerði, skv. BBC, var að vera full hjálplegur bróður sínum. Brot á siðareglum er litið alvarlegum augum á vestrænum fjölmiðlum.

En ekki á RÚV. Þar þykir sjálfsagt að fréttamenn véli með stolin gögn fengin með eitrun.

Hjörtum mannanna svipar kannski saman í Súdan og Grímsnesinu. En ekki siðum CNN og RÚV. 


mbl.is Bróðir Cuomo rekinn af CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhaldsskólinn til sveitarfélaga

Nýtt ráðuneyti Ásmundar Einars ráðherra Framsóknar fer með málefni leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Líklegt er að framhaldsskólinn verði settur í hendur sveitarfélaga, líkt og leik- og grunnskóli.

Langt er síðan að sú hugmynd var sett á flot hjá Framsókn að framhaldsskólar yrðu reknir af sveitarfélögum en ekki ríkinu, eins og nú er. Það ,,er mikilvægt að skoða flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga," skrifar Fanný Gunnarsdóttir árið 2013 undir fyrirsögninni Menntastefna Framsóknar.

Forveri Ásmundar Einars sem yfirmaður skólamála er Lilja Alfreðs. Hún beitti sér fyrir að kennarar, hvort heldur í grunnskóla eða framhaldsskóla, gætu flutt sig á milli skólastiga án vandkvæða. Sú ráðstöfun bjó í haginn fyrir flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga.

Með framhaldsskóla fengju sveitarfélög aukna veltu og gætu rekið myndarlegri skólaskrifstofur. Það kallaði á aukna sérfræðiþekkingu heim í hérað.

Minni miðstýring á skólum gæti aukið fjölbreytni. Vitanlega fylgir sú hætta að gæðin yrðu líka ,,fjölbreytt." En skólarnir eru það nú þegar þótt lítið sé um það talað. 

Nýi ráðherrann er héraðsmenntaður, frá Hvanneyri. Fer vel á því að Ási græi skólamálin eftir að hafa reddað börnunum.


Bloggfærslur 1. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband