Fimmtudagur, 25. nóvember 2021
Biðst Stefán afsökunar á lögbrotum RÚV?
Forstjóri Samherja baðst afsökunar vegna starfsmanna sem gengu full djarflega fram að andæfa fjölmiðlaherferð RÚV og fylgimiðla er beindist að útgerðinni. Starfsmenn Samherja brutu engin lög þegar þeir andmæltu herferð RÚV. Á daginn kom að RÚV reisti mál sitt á rógi en ekki rökum. En það er önnur saga.
Þegar svokölluð ,,skæruliðadeild" Samherja var kynnt til sögunnar af dótturfélögum RÚV, Stundinni og Kjarnanum, var byggt á stolnum gögnum sem fengin voru með alvarlegum glæp, eitrun á Páli skipstjóra.
Ritstjóri Kjarnans játar að RÚV sá um að stela gögnunum. Kjarninn og Stundin komu þýfinu á framfæri í búningi frétta. Lögreglurannsókn stendur yfir á málinu og Rakel fréttarstjóri RÚV er hætt störfum.
Nú er spurt: mun Stefán Eiríksson útvarpsstjóri biðjast afsökunar á glæpsamlegu athæfi undirmanna sinna? Eða finnst fyrrum lögreglustjóra sjálfsagt að RÚV afli frétta með lögbrotum?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)