Hvernig vissi RÚV að Páll skipstjóri færi á gjörgæslu?

Fjórum dögum áður en Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja missti meðvitund og var fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri á gjörgæslu í Reykjavík gerði RÚV ráðstafanir til að stela síma skipstjórans.

Á meðan Páll lá milli heims og helju á gjörgæslu vegna skyndilegra veikinda var síma hans stolið. Gögn úr símanum voru afrituð af tæknimanni á vegum RÚV.

Eftir að hafa afritað gögnin sá RÚV til þess að símanum var skilað með leynd. Aðgerðin tók um 48 klukkustundir og var þaulskipulögð. RÚV, Stundin og Kjarninn notuðu gögnin til að klekkja á Samherja.

Hvernig vissi RÚV með 4 daga fyrirvara að fílhraustur Páll skipstjóri yrði skyndilega fárveikur og færi meðvitundarlaus á sjúkrahús? 

Lögreglurannsókn stendur yfir á ,,fréttaöflun" RÚV. Vinnubrögðin á Efstaleiti eru án hliðstæðu í vestrænni blaðamennsku. 


Bloggfærslur 16. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband