Föstudagur, 26. júní 2020
RÚV: Logi kýs Guðna
RÚV er smeykt um að sinn maður fái ekki nægilega góða kosninga á morgun. Skellt var í frétt um að Logi formaður Samfylkingar kjósi Guðna Th.
Þær verða ekki stærri fréttirnar.
Eða þannig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 26. júní 2020
Bruni, dauði og sendiráðsmaðurinn
Íslenskir fjölmiðlar tengja ,,sendiráðsmann" við eld í fjölbýlishúsi steinsnar frá rússneska sendiráðinu þar sem þrír létust og tveir eru á gjörgæslu.
Í frétt mbl.is um dularfulla ,,sendiráðsmanninn" segir:
Rússneska sendiráðið óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét ófriðlega við sendiráðið í dag. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir ekki hægt að staðfesta neitt um tengsl hans við brunann...
Sendiráðsmenn njóta friðhelgi. Almennt kalla sendiráð ekki eftir aðstoð lögreglu til að skikka eigið fólk. Texti fréttarinnar gefur einnig til kynna að sá sem lét ófriðlega við sendiráðið sé óviðkomandi sendiráðinu.
Fjölmiðlar eiga ekki að búa til æsifréttir úr harmleik.
![]() |
Þrír látnir eftir brunann á Bræðraborgarstíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)