Skoðanir og ríkisfé

Stór hluti fjölmiðla er skoðanir og álit. Eyjan er slíkur miðill, Kjarninn að stórum hluta, Stundin sömuleiðis og Hringbraut alfarið sem og Kvennablaðið. Bloggið sem þú ert að lesa er skoðun.

Sigurjón M. Egilsson rekur skoðanamiðil, Miðjuna. Hann vill fá ríkisfé til að borga undir sínar skoðanir. Hann er ekki einn um þessa skoðun (já, skoðun). Ritstjórar Kjarnans eru duglegir að minna á að skoðanafabrikkur eigi skilið niðurgreiðslu frá ríkinu af kostnaði sem hlýst af mér-finnst-útgáfu.

Ef ríkið tekur upp á því að borga mönnum að hafa skoðanir mun framboðið stóraukast. En nú þegar eru fleiri skoðanir um allt milli himins og jarðar en nokkur kemst yfir að kynna sér með góðu móti. Verður ríkið ekki líka að borga fólki að kynna sér skoðanir, sem niðurgreiddar eru með almannafé?

Auðvitað er einfaldleikinn bestur. Menn geta haft skoðun, en fyrir eigin reikning, ekki annarra. Allra síst eiga menn að fá borgað af almannafé fyrir skoðanir sínar. Ríkisforsjá í skoðanamyndun er ekki samboðin samfélagi sem kennir sig við lýðræði.

 


Svívirðilegur heimur alþjóðahyggjunnar og lífskjörin

Ragnar Þór formaður VR skrifar um stöðu Icelandair á alþjóðlegum flugmarkaði:

Sam­keppni um hvað? Verstu lífs­gæðin fyr­ir mestu vinn­una? Við ætt­um miklu frek­ar að koma í veg fyr­ir að slík fyr­ir­tæki fái að fljúga til lands­ins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um af­greiðslu á flug­völl­un­um okk­ar eða fyr­ir­tækj­um að selja vör­ur sín­ar á ís­lensk­um markaði nema að kjara­samn­ing­ar og grund­vall­ar mann­rétt­indi séu virt.

Nokkuð snúið að fara leið Ragnars Þórs nema að stórkostlega gjaldfella lífskjör á Íslandi. Ferðamenna koma helst til Íslands með lággjaldaflugfélögum sem formaður VR vill loka á.

 

 


mbl.is Verði eins og hjá „svívirðilegustu“ félögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forysta Eflingar tryggir hagsmuni sína

Sósíalistarnir í Eflingu kunna að koma ár sinni fyrir borð. Hér er tilvitnun í frétt þeirra um nýjan samning:

Önnur meg­in­at­riði samn­ings­ins eru sam­tals 90 þúsund króna hækk­un grunn­launa í grunnþrepi yfir samn­ings­tím­ann, stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, 61 þúsund króna ár­legt fram­lag í nýj­an fé­lags­manna­sjóð og fleira. (undirstrikun pv)

Forysta Eflingar tryggir sér 61 þús. kr. pr. haus launþega í sjóð til að vinna að framgangi byltingarinnar. Þessir peningar máttu auðvitað ekki fara í launaumslög vinnandi alþýðu, sem forystan segir þó lepja dauðann úr skel. 

Jólin koma snemma þetta árið fyrir Sósíalistaflokk Íslands.


mbl.is Efling og SÍS semja – verkfalli aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband