Miðvikudagur, 29. apríl 2020
Opin landamæri eru lífshættuleg
Sóttvarnir eru óhugsandi án landamæra. Það blasir við eftir glímuna við farsóttina frá Kína.
Kórónuveiran gerði hugmyndina um opin landamæri lífshættulega.
Líf innan landamæra er betra, öruggara og farsælla en líf án landamæra.
![]() |
Stendur ekki og fellur með opnun landamæra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 29. apríl 2020
Svarti dauði var sem sagt áníðsla á náttúrunni
Svarti dauði drap um 30 prósent íbúa Evrópu, líklega um 25 milljónir. Samkvæmt viðtengdri frétt voru ástæður svarta dauða:
Hömlulaus skógareyðing, skefjalaus útbreiðsla landbúnaðar, námugröftur og þróun innviða, sem og hagnýting villtra dýrategunda
En, sem sagt, svarti dauði herjaði á Evrópu um miðja 14. öld, kom til Íslands snemma á 15. öld. Við köllum þetta tímabil miðaldir og þær voru ekki alveg í gær.
Skrítið með náttúruna. Hún refsar okkur með farsótt hvort sem við búum í torfkofa eða einbýlishúsi á Seltjarnarnesi.
![]() |
Aðeins ein tegund ábyrg fyrir faraldrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)