Svarti dauði var sem sagt áníðsla á náttúrunni

Svarti dauði drap um 30 prósent íbúa Evrópu, líklega um 25 milljónir. Samkvæmt viðtengdri frétt voru ástæður svarta dauða:

Hömlu­laus skógareyðing, skefja­laus út­breiðsla land­búnaðar, námugröft­ur og þróun innviða, sem og hag­nýt­ing villtra dýra­teg­unda 

En, sem sagt, svarti dauði herjaði á Evrópu um miðja 14. öld, kom til Íslands snemma á 15. öld. Við köllum þetta tímabil miðaldir og þær voru ekki alveg í gær.

Skrítið með náttúruna. Hún refsar okkur með farsótt hvort sem við búum í torfkofa eða einbýlishúsi á Seltjarnarnesi.


mbl.is Aðeins ein tegund ábyrg fyrir faraldrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

 Gréta Thunberg og Guinnar umhverfis eru líklega ekki ósammála þessu? 

Halldór Jónsson, 29.4.2020 kl. 11:45

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki skrítið þótt almenningur hafi misst trúna á sérfræðinga og fréttaflutning. Jafnvel vísindin eru kominn í skólpið.

Ragnhildur Kolka, 29.4.2020 kl. 12:09

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mannkyn er hluti af náttúrunni og svarti dauði var það líka, með sínar rottur og flær.  Þau vísindi eru lítils virði sem gleyma samspili dýralífs og gróðurs.  Gróðurinn þrífst ekki án aðstoðar dýralífs og dýralífið ekki án gróðurs.  Hver smáskepna hefur sitt hlutverk í lífríkinu - jafnvel þær allra hvimleiðustu... 

Kolbrún Hilmars, 29.4.2020 kl. 14:11

4 Smámynd: Hörður Þormar

Svarti dauði var eitt af verkfærum náttúrunnar.

Mannfjöldinn á jörðinni er orðinn ógn við náttúruna. Þegar maðurinn ætlar að gerast herra jarðarinnar og grípa fram fyrir hendurnar á náttúrunni þá kemur að því, fyrr eða síðar, að náttúran grípur til einhverra gagnráðstafana.

Hörður Þormar, 29.4.2020 kl. 16:58

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég man ekki betur, en að það væri Ghengis Khan, sem kom svarta dauða af stað.

Örn Einar Hansen, 29.4.2020 kl. 19:24

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, Ghengis Khan hafði nefnilega rannsóknarstofu í Wuhan embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2020 kl. 23:34

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Síðast þegar ég vissi þá varð Svarti dauði að drepsótt vegna þess að menn höfðu ekki fundið upp rottueitur, hvað þá lækningu við honum.

Síðasti faraldur hans var rétt fyrir aldamótin og þá dugðu sýklalyf vel sagði Gúgli frændi.

Allt sem sagt er í fréttinni er rétt, samhengið er hins vegar rangt.

Og full þörf á að vekja athygli á því.

Það er eins og einn góður maður sagði; "Sóttvarnir eru óhugsandi án landamæra. Það blasir við eftir glímuna við farsóttina frá Kína".

Menn þurfa fyrst að tækla þessa staðreynd áður en menn speklúra í dýpri ástæðum farsótta.

Til vara er hægt að loka mörkuðum í Kína sem höndla með vilt dýr,.

Til vara vara er hægt að loka öllum landamærum að Kína.

Líklegast besta ráðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2020 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband