Opin landamæri eru lífshættuleg

Sóttvarnir eru óhugsandi án landamæra. Það blasir við eftir glímuna við farsóttina frá Kína.

Kórónuveiran gerði hugmyndina um opin landamæri lífshættulega.

Líf innan landamæra er betra, öruggara og farsælla en líf án landamæra.


mbl.is Stendur ekki og fellur með opnun landamæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jahá. Ef þú heldur að opin landamæri séu almennt talað lífshættuleg, vegna þess ástands sem nú ríkir, þá hlýtur þú einnig að vera þeirrar skoðunar að hárgreiðslustofur, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar séu almennt talað lífshættulegar!

Eru engin takmörk fyrir steypunni sem veltur upp úr þér Páll Vlhjálmsson?

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2020 kl. 18:03

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef einhver heldur eitt, Þorsteinn, þarf hann ekki að halda annað. 

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2020 kl. 18:07

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Röksemd þín er sú að kórónaveiran sýni að landamæri séu lífshættuleg. Hluti aðgerða gegn veirunni er lokun rakarastofa. Kórónaveiran hlýtur þá einnig að sýna að þær séu lífshættulegar.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2020 kl. 19:32

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þorsteinn, og tveggja metra reglan er landamæri, samkvæmt þínum rökum. Leyfi mér að vera ósammála þar.

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2020 kl. 19:33

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver sagði að tveggja metra reglan væri landamæri? Ég nefndi hana ekki heldur rakarastofur. Punkturinn er þessi (ekki að ég reikni með að þú náir að skilja hann); það að flæði fólks milli landa kunni að vera hættulegt meðan farsótt gengur yfir merkir ekki að flæði milli landa sé ávallt hættulegt. Ekkert frekar en það mat að loka þurfi rakarastofum meðan farsótt gengur yfir sé vísbending um að ávallt þurfi að hafa rakarastofur lokaðar.

Og að lokum myndi þessi hundalógík þín ekki aðeins kalla á að landamæri væru lokuð, hún myndi einfaldlega kalla á að öll ferðalög fólks milli landa væru bönnuð. Kannski er það draumur þinn, hver veit. En rökin að baki eru svo kjánaleg að maður fær ... ja, maður fær bara kjánahroll.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2020 kl. 22:32

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

,,Kórónuveiran gerði hugmyndina um opin landamæri lífshættulega."

 Það er sérstakt merki gáfumanns að sjá rakarastofu í setningunni.

Páll Vilhjálmsson, 29.4.2020 kl. 23:30

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æ,æ

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2020 kl. 23:35

8 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sammála um að opin landamæri geta verið hættuleg. Sérstaklega þegar þegar svona "kóvítis pest" og annað herjar á mannkynið. Þess vegna er nauðsynlegt að við Íslendingar getum stjórnað umyrðalaust landamærum hér, á afskipta skriffinna í Brussel eða annara.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 30.4.2020 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband