Þriðjudagur, 7. janúar 2020
Jón Valur
Jón Valur Jensson var mælikvarði á samtímann. Þegar nafn hans heyrðist títt í umræðunni vissi það á að andstæðingar hans töldu sig standa höllum fæti.
Jón Valur var maður margra skoðana sem þó mynduðu heild og gerðu manninn að samfélagslegu vörumerki.
Samfélagið er fátækari að Jóni Val gengnum.
Hvíl í friði, Jón Valur.
![]() |
Andlát: Jón Valur Jensson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 7. janúar 2020
Manngerðir eldar í Ástralíu
Yfir 180 manns sæta ákæru um íkveikju af ásettu ráði í Ástralíu. Árstíðarbundnir eldar í heimsálfunni verða enn hrikalegri af mannavöldum.
Manngerðar hörmungar koma í ýmsum útgáfum.
Vonandi rignir brátt hjá andfætlingum okkar.
![]() |
25 manns og milljónir dýra hafa týnt lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 7. janúar 2020
Írak er Ameríku blóð og brandari
Misvísandi fregnir eru um hvort Bandaríkjaher yfirgefi Írak. Þjóðþing landsins krafðist brottfarar Bandaríkjahers eftir drápið Soleimani á alþjóðaflugvellinum í Bagdad, höfuðborg Íraks.
Soleimani var Írani og hættulegur þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Það er yfirlýst ástæða aftökunnar. Engu að síður notaði Soleimani alþjóðflugvöllinn i Bagdad til að heimsækja íraska samherja sína og plotta gegn Bandaríkjunum. Svo á að heita að Írak sé skjólstæðingur Bandaríkjanna, allt frá innrásinni 2003 þegar harðstjórinn Saddam Hussein var hrakinn frá völdum.
Yfirvöld í Írak leika tveimur skjöldum. Eiga vingott við Bandaríkin samtímis sem svarinn óvinur Bandaríkjanna valsar um götur og torg höfuðborgar landsins að skipuleggja árásir á bandarísk skotmörk.
Til hvers erum við í Írak? verður spurt í Bandaríkjunum. Þjóðþing landsins krefst brotthvarfs bandaríska hersins og yfirvöld í Írak eru í samsæri með einum æðsta ráðamanni Íran gegn bandarískum hagsmunum. Til hvers er bandarískum mannslífum og skattfé fórnað í blóðugu leikhúsi fáránleikans?
Mesti óleikur sem Bandaríkin gætu gert Íran er að gefa eftir Írak. Það myndi leiða til uppgjörs milli shíta-múslíma, sem ráða Íran, og minnihluta súnní-múslíma í Írak er nytu stuðnings Sádí-Arabíu og e.t.v. Tyrkja. Ríki íslams fékk stuðning úr þeim ranni á sínum tíma.
Það er ekki heil brú í stefnu Bandaríkjanna í Írak og hefur ekki verið frá 2003. Atburðir síðustu daga afhjúpa dapran veruleika sem bíður eftir pólitískri leiðréttingu.
![]() |
Sendu skeyti um brottflutning fyrir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)