Írak er Ameríku blóð og brandari

Misvísandi fregnir eru um hvort Bandaríkjaher yfirgefi Írak. Þjóðþing landsins krafðist brottfarar Bandaríkjahers eftir drápið Soleimani á alþjóðaflugvellinum í Bagdad, höfuðborg Íraks.

Soleimani var Írani og hættulegur þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Það er yfirlýst ástæða aftökunnar. Engu að síður notaði Soleimani alþjóðflugvöllinn i Bagdad til að heimsækja íraska samherja sína og plotta gegn Bandaríkjunum. Svo á að heita að Írak sé skjólstæðingur Bandaríkjanna, allt frá innrásinni 2003 þegar harðstjórinn Saddam Hussein var hrakinn frá völdum.

Yfirvöld í Írak leika tveimur skjöldum. Eiga vingott við Bandaríkin samtímis sem svarinn  óvinur Bandaríkjanna valsar um götur og torg höfuðborgar landsins að skipuleggja árásir á bandarísk skotmörk.

Til hvers erum við í Írak? verður spurt í Bandaríkjunum. Þjóðþing landsins krefst brotthvarfs bandaríska hersins og yfirvöld í Írak eru í samsæri með einum æðsta ráðamanni Íran gegn bandarískum hagsmunum. Til hvers er bandarískum mannslífum og skattfé fórnað í blóðugu leikhúsi fáránleikans?

Mesti óleikur sem Bandaríkin gætu gert Íran er að gefa eftir Írak. Það myndi leiða til uppgjörs milli shíta-múslíma, sem ráða Íran, og minnihluta súnní-múslíma í Írak er nytu stuðnings Sádí-Arabíu og e.t.v. Tyrkja. Ríki íslams fékk stuðning úr þeim ranni á sínum tíma. 

Það er ekki heil brú í stefnu Bandaríkjanna í Írak og hefur ekki verið frá 2003. Atburðir síðustu daga afhjúpa dapran veruleika sem bíður eftir pólitískri leiðréttingu. 


mbl.is Sendu skeyti um brottflutning fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll, 

Ég held að menn ættu að hætta að taka allt svona beint upp eftir þessum líka lélegu áróðursfjölmiðlum CNN,BBC og Rothschild Reuters og/eða Rothschild Associated Press. Það er eins og þetta lið á MBL. geti bara aldrei einu sinni lesið eða séð neitt annað, og/eða aldrei óvart slysast til þess að skoðað aðrar hliðarnar á einu einasta máli. 

Það er vitað að Soleimani ásamt embættismönnum í Írak voru á leiðinni að hefja friðarviðræður Saudi Araba þarna (Iran’s Soleimani was in Iraq to discuss relations with Saudi), þegar fimm Írakar ásamt honum Soleimani voru allir teknir af lífi. En það er rétt það er eins og það má alls ekki tala um þessa fimm Íraka er Bandaríkjamenn myrtu í þessari árás, hvað þá minnast einu orði á commander Abu Mahdi al-Muhandis er Bandaríkjamenn myrtu einnig. Það er líklega vegna þess að menn vilja reyna þegja allt niður fyrir stjórnvöld Í Bandaríkjunum, svo og til styðja stjórnvöld Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum (blóð fyrir olíu og stríð ofan á frið).

KV.     

Image may contain: 3 people, people smiling, meme, possible text that says 'THEY LIED THEY LIED THEY LIED ABOUT IRAQ ABOUT LIBYA ABOUT SYRIA FREETHOUGHTPROJECT AND THEY'VE ALREADY LIED ABOUT IRAN IF YOU THINK THEY'RE TELLING THE TRUTH THIS TIME, YOU'RE A SPECIAL KIND OF STUPID'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 7.1.2020 kl. 09:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þegar vel er mælt, hvort sem menn eru sammála öllu sem sagt er, þá á að vekja máls á skynsamlegri greiningu;

"Það er ekki heil brú í stefnu Bandaríkjanna í Írak og hefur ekki verið frá 2003. Atburðir síðustu daga afhjúpa dapran veruleika sem bíður eftir pólitískri leiðréttingu".

Það er eins og heilbrigð skynsemi í bland við þekkingu hafi látið undan í Washington.

Og það er miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2020 kl. 09:55

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

ATH.

  Bandaríkin fóru ekki ein í stríðið 2003 í Írak. Og þær ætluðu falsanir sem sagðar eru hafa hrundið stríðinu af stað voru líklega upprunnar hjá MI5 og MOSSAD. Þannig er ástandið alls ekki afleiðing af pólitískri stefnu USA heldur stefnu UN, NATO, og Kannski fölsunum Breta og Ísraela. 

Guðmundur Jónsson, 7.1.2020 kl. 11:21

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enginn þeirra fjölmiðla sem hafa fjallað um málið hefur reynt að leita svara við hinni brennandi spurningu: Hvað var æðsti hershöfðingi íranska hersins eiginlega að gera í Írak? Fari hermaður inn í annað ríki sem slíkur án leyfis er það innrás. Einhver hlýtur því að hafa boðið honum.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2020 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband