Verður NATO að NATOME? Ísland í stríð við Íran?

Trump Bandaríkjaforseta datt í hug að breyta Norður-Atlantshafsbandalaginu, NATO, í bandalag er næði til Miðjarðarhafs og yrði kallað NATOME. Slíka hrifningu vakti hugdettan að utanríkisráðuneytið í Washington lét óðara þau boð út ganga að hér væru komin drög að stefnubreytingu, segir í National Interest, en útgáfan helgar sig umræðu um bandarísk utanríkismál.

Svarnir andstæðingar Trump, frjálslyndir og vinstrimenn, eru vísir að stökkva á hugmyndina. Meðal þeirra er ósvikinn áhugi á herskárri stefnu, samanber Úkraínu, Líbýu og Sýrland, og vilji til að breyta heiminum með hernaðarmætti.

Ísland er í NATO og gæti orðið aðili að NATOME með stuttum fyrirvara. Fyrsta verkefni útvíkkaðs hernaðarbandalags er mögulega Íran. Íslendingar eiga þó ekkert sökótt við Persa.


Spanó dæmir aftur, Sigríður útilokuð

Róbert Spanó dæmdi í Mannréttindadómstól Evrópu fyrir æskuvin sinn Vilhjálm H. Vilhjálmsson í máli gegn íslenska ríkinu. Málið snerist um vinnulag dómsmálaráðherra Sigríðar Á. Andersen og alþingis við skipan dómara við landsrétt. 

Nú fer málið fyrir yfirrétt Mannréttindadómstólsins og aftur er Spanó mættur í dómarasætið en vitnisburður Sigríðar afþakkaður.

Hvað yrði sagt ef dómari í landsrétti fylgdi dómsmáli yfir í hæstarétt og dæmdi aftur í sama máli? Jú, það yrði kallað réttafarshneyksli, dómsmorð, enda útilokað að viðkomandi dómari væri óvilhallur. Dómur felur í sér afstöðu dómara, annars væri enginn dómur. Dómari sem fylgir máli frá einu dómsstigi yfir á annað er í raun að endurskoða sjálfan sig.

Einu sinni trúði Evrópa á guðlegt einveldi. Núna á guðlega dómara. Séð frá Íslandi er hvorttveggja brandari. 

 


mbl.is Sigríður fær ekki að svara fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband