Þriðjudagur, 24. september 2019
Siðprúða-Sunna boðar fund um siðamál
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er eini þingmaður í sögu lýðveldisins sem er með á bakinu formlegan úrskurð um brot á siðareglum alþingis.
Þórhildur Sunna boðar sérstakan fund um siðamál lögreglunnar.
Hvað næst? Verður kallað á þjófa að ræða friðhelgi eignaréttarins?
![]() |
Dómsmálaráðherra fyrir þingnefnd á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 24. september 2019
Lögreglufarsi
Eftir því sem næst verður komist eru ekki dæmi um afbrot í starfi hjá ríkislögreglustjóra. Einir átta lögreglustjórar tala fjálglega um vantraust en málsatvik og ástæður liggja ekki á lausu.
Lögreglan nýtur almennt góðs álits, ólíkt mörgum öðrum opinberum stofnunum.
Farsakennd umræða um störf ríkislögreglustjóra eykur akki tiltrú á löggæslunni í landinu.
![]() |
Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. september 2019
Ísland í endurskoðun Bandaríkjanna
Þjóðaröryggismál Bandaríkjanna eru í endurskoðun. Eftir 30 ára forræði herskárra frjálslyndra eru raunsæismenn komnir með yfirhöndina. Stríðslystugir frjálslyndir öttu Bandaríkjunum á foraðið í Afganistan, Írak, Úkraínu, Sýrlandi og Líbýu. Eftirtekjan var rýr.
Raunsæismenn í utanríkispólitík, t.d. Stephen M. Walt, vilja að Bandaríkin láti af hlutverki sínu sem alheimslögregla og byggi upp varnarlínu nær heimahögum.
Ísland er miðja vegu milli Ameríku og Evrópu og yrði útvörður Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi, samkvæmt þeim kenningum sem sækja í sig veðrið í Washington.
![]() |
Trump sagður vilja semja við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)