Laugardagur, 22. júní 2019
Trump hefur ekki stríðslyst - en hverjir þá?
Trump gagnrýndi Írak-stríðið sem Bandaríkin hófu 2003. Trump lofaði kjósendum að efna ekki til tilgangslausra stríða. Trump fór ekki í stríð við sósíalista í Venesúela og heldur ekki við múslímaklerka í Íran.
Trump hefur ekki stríðslyst. En hvers vegna liggur nærri stríði í Venesúela og Íran? Jú, tveir öflugir hópar í Bandaríkjunum eru herskáir og vilja láta vopnin tala í tíma og ótíma.
Í fyrsta lagi kaldastríðshaukar og í öðru lagi frjálslyndir vinstrimenn haldnir alþjóðahyggju. Fyrri hópurinn lítur á heiminn svart hvítan, við og þeir, alveg eins og í kalda stríðinu. Seinni hópurinn vill gera heiminn vestrænan með ofbeldi þegar annað þrýtur.
Í Úkraínu sameinuðust þessir hópar, hvattir af Evrópusambandinu, og bjuggu til borgarastyrjöld sem lítið fer fyrir í fréttum en er óleyst. Írak, Sýrland og Líbýa voru einnig sameiginleg verkefni þessara hópa. Öll verkefnin enduðu í tilgangslausum blóðsúthellingum.
En Trump, sem sagt, er maður friðarins. Svo ótrúlega sem það kann að hljóma.
![]() |
Hætti við 10 mínútum fyrir árásirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 22. júní 2019
Sex sem efuðust - hvað óttast þingmennirnir?
Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins efuðust um skynsemi þess að Ísland innleiddi 3. orkupakka ESB, samkvæmt meðfylgjandi frétt mbl.is frá desember í fyrra.
Umræðan um orkupakkann hefur m.a. leitt í ljós að vald yfir raforkumálum færist til Brussel, að ESB gerir kröfu um að engar ,,orkueyjar" verði leyfðar, sem þýðir sæstrengur, að ESB gerir ráð fyrir að leggja á orkuskatt, til að styrkja orkubúskap sambandsins.
Ofantaldar staðreyndir, og margar fleiri sem mæla gegn orkupakkanum, hafa verið til umræðu í allan vetur. Styrkjast efasemdir þingmannaanna sex? Nei, Páll, Njáll, Bjarni og Óli Björn segja fátt en það sem þeir segja er til stuðnings samþykkt orkupakkans.
Hvað óttast þingmennirnir?
![]() |
Þingmenn efast um orkupakkann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)