Mánudagur, 29. apríl 2019
Flokkadauði - þrjár meginástæður
Um alla Evrópu deyja sögulegir stjórnmálaflokkar drottni sínum, segir í Telegraph. Stöndugir flokkar til áratuga sem leiddu samfélög sín upp úr rústum seinna stríðs hrapa í fylgi á meðan nýmæli til hægri og vinstri sópa til sín kjósendum.
Hvað veldur?
Meginástæður eru þríþættar:
a. Flokkarnir tapa hefðbundnu baklandi sínu, gildir sérstaklega um vinstriflokka sem glata stuðningi verkalýðshreyfingarinnar.
b. Flokkum mistekst að svara kalli kjósenda um taka á brýnum samfélagsvanda, s.s. upplausn vegna aðstreymis flóttamanna með framandi menningu og siði.
c. Flokkarnir verða fangar elítu sem sýna almenningi hroka í anda einveldis; við vitum hvað ykkur er fyrir bestu.
Samfylking er deyjandi flokkur af ástæðu a. - Sjálfstæðisflokkurinn af ástæðu b. og c.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 29. apríl 2019
Brexit og orkupakkinn
Bresku þjóðinni var talin trú um að þjóðaratkvæðagreiðslan 2016 hefði verið um hvort Bretland ætti að vera innan eða utan Evrópusambandsins. Bretar völdu Brexit, að standa utan ESB.
Síðan eru þrjú ár liðin og Bretar eru enn fast í ESB.
Á Íslandi reyna talsmenn orkupakka ESB að telja okkur trú um að þótt við samþykkjum pakkann verðum við ekki hluti af orkubandalagi ESB. Hlutlausir aðilar, t.d. blaðamaður viðskiptatímaritsins Forbes, segja aðra sögu: ESB ætlar að færa forræði raforkumála frá aðildarríkum til Brussel.
Heilir þingflokkar á Íslandi þykjast ekkert skilja út á hvað orkusamband ESB gengur út á.
En það þarf ekki meira en gripsvit á verklagi ESB til að átta sig á hvernig sambandið vinnur. Ömöguleiki Breta að komast úr félagsskapnum blasir við öllum sem vilja sjá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. apríl 2019
Pilla Styrmis
Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblaðsina má sitja undir ámæli fyrir að vera ,,einangrunarsinni" sökum þess að hann er andstæðingur orkupakkans.
Styrmir gerir uppnefnið að umtalsefni en víkur jafnframt að málfari þeirra sem handvaldir eru að tala í Ríkisútvarp vinstrimanna. RÚV:
En þar fyrir utan gaf Silfrið í morgun tilefni til að efnt verði til víðtæks málhreinsunarátaks. Tungumál engilsaxa er farið að smitast óþægilega mikið inn í íslenzkt mál, eins og þeir geta sannreynt, sem vilja, með því að horfa á þáttinn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)