Brexit og orkupakkinn

Bresku þjóðinni var talin trú um að þjóðaratkvæðagreiðslan 2016 hefði verið um hvort Bretland ætti að vera innan eða utan Evrópusambandsins. Bretar völdu Brexit, að standa utan ESB.

Síðan eru þrjú ár liðin og Bretar eru enn fast í ESB.

Á Íslandi reyna talsmenn orkupakka ESB að telja okkur trú um að þótt við samþykkjum pakkann verðum við ekki hluti af orkubandalagi ESB. Hlutlausir aðilar, t.d. blaðamaður viðskiptatímaritsins Forbes, segja aðra sögu: ESB ætlar að færa forræði raforkumála frá aðildarríkum til Brussel.

Heilir þingflokkar á Íslandi þykjast ekkert skilja út á hvað orkusamband ESB gengur út á.

En það þarf ekki meira en gripsvit á verklagi ESB til að átta sig á hvernig sambandið vinnur. Ömöguleiki Breta að komast úr félagsskapnum blasir við öllum sem vilja sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hliðstætt og langdregnara stendur yfir hér á landi. Þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir nær tvöfalt lengri tíma en í Bretlandi, fyrir sex og hálfu ári, var með þá niðurstöðu að leggja skyldi frumvarp stjórnalagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. 

Ómar Ragnarsson, 29.4.2019 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband