Uppsagnir í skugga skæruverkfalla

Sósíalísku verkalýðsfélögin VR og Efling skipuleggja skæruverkföll sem beint er að ferðaþjónustunni.

Sætaframboð Íslandsferða flugfélaga dregst saman um tæp 30 prósent frá Bandaríkjunum og rúman fimmtung frá Bretlandi. Þetta eru tveir stærstu markaðir ferðaþjónustunnar. 

Skæruverkföll sósíalista gera illt verra. Ferðamönnum til Íslands fjölgar ekki við fréttir um skerta þjónustu vegna verkfalla.


mbl.is Fimm sagt upp hjá Gray Line
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatari og íslenskt sjálfsháð

BDSM er ein útgáfa jaðarkynlífs. Íslendingar völdu BDSM-sveit á evrópska hinseginhátíð vel vitandi að Samtökin 78 klofnuðu þegar BDSM-fólki var veitt innganga.

Kosning Hatara var júróvisjón afbrigði af Gnarr-sigrinum í borgarstjórnarkosningunum strax eftir hrun.

Hatarar gulltryggðu sigur í RÚV-keppninni með rugl-orðræðu um alþjóðamál. Ísland sótti fyrir hrun um sæti í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, þar sem stórveldi sitja, og eftir hrun stóð til að breyta Evrópusambandinu innan frá.

Þegar stjórnvöld eru kexrugluð hlýtur almenningur að leyfa sér smávegis sérvisku. 


mbl.is Ísraelar óttast Hatara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalísk verkföll - rétt viðbrögð

Efling og VR standa fyrir pólitískum verkföllum, sem dulbúin eru sem kjarabarátta. Sósíalistar vilja afnám einkaframtaksins og að ríkisvaldið sjái bæði um þarfir og langanir fólks.

Tilgangslaust er að ræða við sósíalista um kaup og kjör. 

Réttu viðbrögðin við skæruverkföllum sósíalista er að neita öllum viðræðum. Ef það felur í sér verkföll út árið verður svo að vera.

Reikningsdæmið er einfalt. Annað hvort taka menn á sig tímabundin óþægindi eða framselja pólitískt vald til sósíalista sem veit á langvarandi eymd.

Tilfellið er að sósíalistar eiga ekkert bakland í samfélaginu. Verkföllin munu sýna fram á það. Eftir fyrirsjáanlegt tap þeirra róttæku er hægt að breyta vinnulöggjöfinni þannig að herskáir valdaræningjar komist ekki aftur í þá stöðu að setja samfélaginu afarkosti.


mbl.is Geta ekki vísað gestunum út á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband