RÚV: Samherji er Den Danske bank

Ein undarlegasta fréttaskýring sem RÚV hefur samið og flutt, og er þá langt til jafnað, var gerð heyrinkunn í Speglinum í gær. 

Fréttaskýringin var öll um peningaþvætti í Den Danske bank. Nema inngangurinn og niðurlagið sem sögðu að Samherji væri eins og Den Danske bank.

Þetta er líkt og segja að Grænland og Suður-Afríka séu svipuð þjóðríki þar sem stjórnmál eru stunduð í þeim báðum.

Líklega fáum við bráðlega fréttaskýringu frá RÚV um að Þorsteinn Már sé hinn íslenski Trump. Rökin væru að báðir séu þeir sterkefnaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Af orðfærinu þekktumst vestfirðingar, austfirðingar og norðlendingar.

Allir sem hata Ísrael líkja því við apartheit í Suður Afríku. Það er eins og bera saman tvo ókunna staði eða einn kunnan og annan ókunnan. Það er út í hött.

Ný stjórnarskrá er borinn saman við þá gömlu. Fólk ætti að þekkja þá gömlu sem stendur ekki í veginum fyrir góðum lífskjörum en vill fá nýja sem það þekkir ekki. 

Borin eru saman veður á ýmsum tímum. Allir eru jú veðurfræðingar. 12 ára veðurspáin mun rætast og því eru skilaboðin: Hamfarahlýnun krakkar ef ekki verði komið á sósíalisma.  

Samherji er eins og Danske Bank. Allir þekkja Samherja núorðið af illu einu en engin þekkir Danske Bank. 

Barnalegu orðfærin eiga sennilega upptök sín í kokteil- og kvöldverðarboðum ríkustu manna heims sem stofna nytsamar grasrótarhreyfingar yfir borðhaldinu og leggja á ráðin með valdafólki. Flókin heimsmálin eru rædd sem nytsama almúgafólkið hefur ekkert vit á. Skilaboðin eru því ofureinföld eins þegar talað er til barna. 

Trump er vondur. Kapítalismi er vondur. Landamæri eru af hinu illa. Hvítir miðaldra karlar eru vondir nema þeir sé "róttækir" og hati Ísrael. 

Gísli Marteinn er nytsamur ásamt RÚV og "rannsóknardeildinni". Í þætti Gísla kom skýrt fram að Ísrael er einræðisríki og Samherji fær verri dóma en djöfullinn hjá trúuðum. 

Samtök trúgjarnra og nytsamra boða til mótmæla á Austurvelli. 

Benedikt Halldórsson, 23.11.2019 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband