Lýðurinn og lágkúran

Þrjár helstu kröfur mótmælanna á Austurvelli eru ný stjórnarskrá, uppboðsmarkaður á kvóta og afsögn ráðherra.

Kröfurnar eru innbyrðis ótengdar og án nokkurs samnefnara. 

Lýðurinn dæmdi Sókrates til dauða, fórnaði Jesú fyrir ræningja og kaus Hitler til valda.

Lengi lifi réttur lýðsins til lágkúrunnar.

 

 


mbl.is „Lýðræði ekki auðræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég velti því fyrir mér hvort að hinn mikli fátæki múgur myndi ekki ná sínum vopnum með því að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi þannig að FORSETI ÍSLANDS myndi þá AXLA RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ á sinni þjóð með því að leggja af stað með stefnurnar í öllum stóru málunum

og þyrfti síðan að standa eða að  falla með þeim á kjördag?

Jón Þórhallsson, 23.11.2019 kl. 17:08

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað kemur stjórnarskráin þessu við? Er eitthvað í henni sem kemur inn á viðskipti? Auðvitað ekki.

Það hafa engin brot á stjórnarskránni verið framin nema af þingmönnum, þegar þeir úthluta erlendum aðilum aðgang að stjórnun raforkunnar, auk annarra alþjóða samninga sem gerðir hafa verið landi og þjóð til óhagræðis eða beinnar skerðingar á lífskjörum.

Því má kannski segja að krafan um afsögn ráðherra eigi einhvern grundvöll, bara ekki þess ráðherra sem nefndur var á Austurvelli. Þar eru aðrir ráðherrar sekir og má t.d. nefna utanríkisráðherra og orkumálaráðherra í því sambandi.

Hafi menn einhvern hug til stjórnarskrárinnar hefði að sjálfsögðu verið krafist afsagnar þeirra. Enginn nefndi þá þó á nafn í þessum mótmælum! 

Frum forsenda þess að krefjast breytinga á stjórnarskrá er að gildandi stjórnarskrá sé virt!

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2019 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband