Fimmtudagur, 21. júní 2018
Tveir gildisdómar í þágu tjáningarfrelsis
Jón Steinar Gunnlaugsson viðhafði gildisdóm í umræðu um dómsniðurstöðu hæstaréttar, þar sem m.a. orðið ,,dómsmorð" kom fyrir, segir í sýknu héraðsdóms. Í öðru meiðyrðamáli sem hæstiréttur úrskurðaði i dag var ítrekað að gildisdómar skulu refsilausir.
Báðir dómarnir staðfesta dómafordæmi seinni ára um að tjáningarfrelsið nýtur meiri verndar en æra manna þegar gildisdómar eru annars vegar.
Æra manna er vernduð gagnvart ásökunum um glæpi, það telst staðhæfing um staðreynd og er refsiverð.
Dómstólar eru á réttu róli í meiðyrðadómum síðustu ár. Það var heldur klént hér áður þegar menn voru dæmdir vegna þess að einhver móðgaðist og fór í mál.
![]() |
Jón Steinar sýknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. júní 2018
Jens til í Trump-Pútín fund
Nató er hlynnt fundi forseta Bandaríkjanna og Rússlands, segir aðalritari hernaðarbandalagsins, Jens Stoltenberg. Þetta er stefnubreyting. Tilvist Nató, sem er hernaðarbandalag úr kalda stríðinu, byggir á að gera sem mest úr hættunni af rússneskri hernaðarógn.
Trump hefur lýst yfir áhuga að hitta starfsbróðir sinn í Moskvu en herskáir frjálslyndir, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, lagst gegn þíðu í samskiptum stórveldanna.
Afstaða Stoltenberg er vísbending um að Nató vilji þóknast Trump, sem hefur verið allt annað en vinsamlegur gagnvart hernaðarbandalaginu og sagt það lifa sníkjulífi á hernaðarmætti Bandaríkjanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. júní 2018
Trump og Evrópa gegn Merkel
Evrópa er á móti stefnu Merkel í málefnum flóttamanna, segir aðalstjórnmálaskýrandi þýsku útgáfunnar Die Welt. Merkel kanslari er holdgervingur frjálslyndrar flóttamannastefnu. Handan Atlantsála gagnrýnir Trump forseti opingáttarstefnu þýska kanslarans.
Austur-Evrópa, nánast í heild, er móti Merkel. Í Vestur-Evrópu eru á síðustu misserum komnir til valda andstæðingar frjálslyndrar flóttamannastefnu, t.d. í Austurríki og Ítalíu.
Frjálslynd stefna í málefnum flóttamanna skapar fleiri vandamál en hún leysir. Almenningur kýs að verja landamæri þjóðríkja sinna gegn ásókn framandi menningar sem reynslan sýnir að aðlagast illa eða alls ekki vestrænni menningu.
![]() |
Ræða flóttamannavanda á óformlegum fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)