Fimmtudagur, 14. júní 2018
Metnaður, málefni og flokkar
Málefnalegur ágreiningur innan stjórnmálaflokka er viðurkenndur, það er hluti af lýðræðinu. Þess vegna reynir fólk yfirleitt að klæða persónulegan metnað í málefnalegan fatnað. Nakinn metnaður er ekkert sérstaklega geðþekkur.
Í Eyjum tókst uppreisnarliðinu í Sjálfstæðisflokknum ekkert sérstaklega vel upp að gera ágreining sinn málefnalegan.
Fyrir utanaðkomandi sýnist nakinn metaður stjórna ferðinni. Traustur meirihluti er fallinn og fórnarlömbum fjölgar fremur en hitt.
![]() |
Reynt að finna sök hjá öðrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14. júní 2018
Bretar hafna hjálendustöðu Íslands
Ísland er hjálenda Evrópusambandsins, ásamt Noregi og Liechtenstein, í gegnum EES-samninginn. Bretar hafna aðild að EES eftir úrsögn úr ESB, Brexit.
Ákvörðun Breta felur í sér dauðadóm yfir EES-samningnum. Um leið og Bretland er komið með samning við ESB, eða sleppir því alfarið, verður öllum morgunljóst að EES er valdaframsal sem stenst enga skoðun.
Í dag er EES-samningurinn í öndunarvél embættismanna í Reykjavík og Osló. Tímabært er að pólitísk yfirvöld kippi öndunarvélinni úr sambandi. EES-samningurinn á heima á sama stað og Gamli sáttmáli - á ruslahaugi sögunnar.
![]() |
Breskir þingmenn hafna EES |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)