Laugardagur, 14. apríl 2018
Segjum upp EES, fáum Breta í EFTA
Bretland var stofnríki EFTA árið 1960. Undir formerkjum fríverslunar gætu Bretar gengið á ný í EFTA eftir úrsögn úr Evrópusambandinu. En ekki á meðan EES-samningurinn er ráðandi um samskipti EFTA-ríkja og ESB.
Ef Guðlaugur Þór utanríkisráðherra er raunverulega áhugasamur um aðild Breta að EFTA með Íslandi, Noregi og Sviss ætti hann að beita sér fyrir uppsögn EES-samningsins.
Bretland gengur ekki inn í EFTA á meðan varaútgáfa af ESB-aðild er við lýði. En EES-samningurinn er einmitt slík útgáfa; skerðir fullveldi og gefur ESB færi á inngripum í löggjöf EFTA-ríkja.
![]() |
Fíllinn fer úr postulínsbúðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 14. apríl 2018
Marxismi, tvær útgáfur
Marxismi gæti fengið aukinn hljómgrunn vegna stighækkandi atvinnuleysis sem sjálfvirkni (vélmenni) í framleiðslu leiðir af sér, segir bankastjóri Englandsbanka.
Tvær útgáfur eru til af marxisma, önnur heimspekileg og hugguleg en hin heldur síðri. Húmaníska útgáfan gerir ráð fyrir að við vinnum eftir getu og þiggjum umbun eftir þörfum. Sovéska útgáfa marxismans er að ríkið ákveði þarfir okkar, vinnuframlag og búsetu.
Spurningin er hvor útgáfan verðir ofaná á tímum vélmenna og gervigreindar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 14. apríl 2018
Sprengjur sem pólitísk skilaboð eða stórveldastríð
Deilur stórveldanna í Sýrlandi eru með einkenni sem gætu leitt til heimsstyrjaldar, skrifar Simon Jenkins í Guardian. Gagnkvæmar ásakanir um villimennsku, hótanir og núna sprengjuregn gætu verið undanfari stigmagnandi hernaðarátaka.
Bjartsýnt sjónarhorn á sprengjuárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka er að þær séu pólitísk skilaboð um að bandamaður Rússa í Sýrlandi, Assad forseti, hagi sér innan marka velsæmis í borgarastríðinu.
En það er ekki sérstök ástæða til bjartsýni. Borgarastríð eru í eðli sínu villimannsleg og átökin í Sýrlandi hafa staðið í sjö ár. Pólitísk lausn er ekki í sjónmáli. Því miður.
![]() |
Rússar krefjast neyðarfundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)