Föstudagur, 23. febrúar 2018
Efling: falsfréttir sósíalista
Lögmaður sósíalistaframboðs í verkalýðsfélaginu Eflingu hannaði í samstarfi við fjölmiðla falsfrétt um að framboðum til stjórnar félagsins væri mismunað. Í frétt frá Eflingu segir:
Það vekur furðu að lögmaðurinn skuli kvarta undan því að fá ekki afgreiðslu erindis nokkrum klukkustundum eftir að það er sent. Erindi sent stjórn verður ekki afgreitt af öðrum en stjórn.
Félagið hafnar algerlega þeirri fullyrðingu að framboðum til stjórnar sé mismunað með einhverjum hætti. Það er ekkert í kynningu framboðanna, hvorki á heimasíðu Eflingar né í kynningarefni Fréttablaðs Eflingar eða í sérstöku sameiginlegu kynningarefni framboðanna sem styður þá fullyrðingu, enda allt unnið í fullu samráði við bæði framboðin, án efnislegrar aðkomu og afskipta stjórnar og skrifstofu félagsins. Allur texti er byggður á staðreyndum.
Á sósíalista verður ekki logið. Þeir kunna undirróður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. febrúar 2018
7,3 % kauphækkun er arðrán í munni sósíalista
Síðustu 12 mánuði hækkaði kaup um 7,3 prósent. Sósíalistar í verkalýðshreyfingunni tala um ,,græðgisvæðingu yfirstéttarinnar".
Yfirstéttin á Íslandi er fremur slöpp í arðráninu fyrst hún leyfir yfir sjö prósent kauphækkun.
Sósíalistaorðræðan í verkalýðshreyfingunni lýsir hugarórum en ekki veruleikanum.
![]() |
Vilja stöðva græðgisvæðingu yfirstéttarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 23. febrúar 2018
Misnotkun á réttarkerfinu
Fyrir liggur að hælisleitandi sem hingað kom á fölskum forsendum, þóttist barn en er fullorðinn, og margbraut lög með því að reyna ítrekað að gerast laumufarþegi.
Viðkomandi var settur í fangelsi þar sem hann hélt áfram að vera til vandræða og lenti í átökum við samfanga.
Loks var falski hælisleitandinn sendur úr landi. En nú skal hann aftur fluttur til landsins, væntanlega á kostnað skattborgara til að réttargæslumaður hans, sem er líka kostaður af skattfé, fái tækifæri að mjólka ríkið um tvær milljónir króna.
Augljóst er að réttarkerfið er misnotað og almenningur borgar brúsann.
![]() |
2 milljóna króna bótakrafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)