Miðvikudagur, 7. nóvember 2018
SA og sósíalistar krefjast ókeypis peninga
Kapítalistarnir í Samtökum atvinnulífsins og sósíalistarnir í verkó gagnrýna vaxtahækkun Seðlabanka. Skagasósíalistinn kallar vaxtahækkunina stríðsyfirlýsingu.
SA og verkó standa frammi fyrir kjarasamningum eftir áramót. Báðir aðilar sáu fyrir sér að láta ríkissjóð annars vegar og hins vegar verðbólguna standa undir ósjálfbærum samningum.
Vaxtahækkun núna sendir óráðsíufólki í stétt atvinnurekenda og óeirðasósíalistum skýr skilaboð: það verður ekki samið á kostnað krónunnar.
Raunvextir í dag, þ.e. nafnvextir mínus verðbólga, eru rétt um 1% og mega ekki minni vera. Kapítalistar og sósíalistar lifa aftur í draumóraheimi ókeypis peninga.
Raunhagkerfið, mælt í vísitölum hlutabréfa og gjaldmiðla, tók vaxtahækkuninni vel. Hlutabréf hækkuðu og krónan styrktist.
Helsti hagspekingur sósíalista í Eflingu, Stefán Ólafsson, harmar vaxtahækkun en bætir svo við í lok gagnrýni sinnar að óvíst sé að ákvörðun Seðlabanka hafi ,,einhver" áhrif.
Af hverju eru menn að væla ef óvíst er um áhrifin af vaxtahækkun?
![]() |
Ekki tímabær vaxtahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2018
Krónan styrkist, verðbólga lækkar
Vaxtahækkun Seðlabankans styrkir krónuna, sem hefur fullhratt aðlagað sig að breyttu efnahagsumhverfi. Herská verkó veikti krónuna enda hóta sósíalistar að lama atvinnulífið.
Verðbólga lét á sér kræla með veikingu krónunnar og vaxtahækkun mun slá á verðbólguna. Hagvöxtur var ívið meiri síðustu misseri en spár gerðu ráð fyrir og er það önnur ástæða fyrir hækkun vaxta.
Heimilin í landinu eiga mest undir því komið að verðbólga nái sér ekki á strik. Gjaldmiðill sem hvorttveggja stuðlar að fullri atvinnu og heldur niðri verðbólgu er þjóðardjásn. Krónan er slíkur gjaldmiðill.
![]() |
Seðlabankinn hækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2018
Trump verður leiðtogi, lýðræðið tekur fjörkipp
Ósögð frétt af bandarísku miðannarkosningunum er að Trump forseti er orðinn óskoraður leiðtogi Repúblíkanaflokksins. Flokkurinn gekk klofinn til síðustu kosninga, aðeins hluti hans studdi framboð Trump.
Kosningarnar í gær snerust um hvort Bandaríkjamenn vildu meira eða minna af Trump forseta. Niðurstaðan var óljóst jafntefli. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni en repúblíkanar bættu stöðu sína í öldungadeildinni.
Lýðræðið tók fjörkipp, stærra hlutfall mætti kjörstað en löngum áður í miðannarkosningum.
![]() |
Demókratar ná fulltrúadeildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)